12 hlutir sem þú ættir aldrei að gera í flugi

Ferðaráð | 24. apríl 2024

12 hlutir sem þú ættir aldrei að gera í flugi

Flest höfum við myndað okkur einhverjar skoðanir um það hvað eigi og hvað eigi ekki að gera um borð í flugvélum. Flestir kannast eflaust við þetta klassíska – ekki fara á sokkunum inn á klósett. En hvað annað ætti fólk að forðast að gera í flugvélum?

12 hlutir sem þú ættir aldrei að gera í flugi

Ferðaráð | 24. apríl 2024

Gerir þú eitthvað af þessu í flugi?
Gerir þú eitthvað af þessu í flugi? Samsett mynd

Flest höfum við myndað okkur einhverjar skoðanir um það hvað eigi og hvað eigi ekki að gera um borð í flugvélum. Flestir kannast eflaust við þetta klassíska – ekki fara á sokkunum inn á klósett. En hvað annað ætti fólk að forðast að gera í flugvélum?

Flest höfum við myndað okkur einhverjar skoðanir um það hvað eigi og hvað eigi ekki að gera um borð í flugvélum. Flestir kannast eflaust við þetta klassíska – ekki fara á sokkunum inn á klósett. En hvað annað ætti fólk að forðast að gera í flugvélum?

Það eru fáir sem hafa jafn mikla reynslu af því að ferðast og sérfræðingarnir hjá ferðatímariti Condé Nast Traveller. Á dögunum birti tímaritið lista sem tólf ferðasérfræðingar sömdu og inniheldur hluti sem þú ættir aldrei að gera í flugi að þeirra mati. 

„Ég fer aldrei úr sokkunum í flugi“

„Ég hata það þegar ég sé berfætt fólk í flugi, sérstaklega ef fæturnir rata inn á þitt svæði. Vertu í helvítis sokkunum þínum!“ segir Matt Buck. 

„Ég horfi aldrei í spegil á flugvélaklóssettinu“

„Þetta pínulitla baðherbergi með hræðilegri lýsingu er ekki rétti staðurinn til að skoða áferð húðarinnar eða ákveða hvort þú ættir að skipta um hárlit. Ekkert gott getur komið af því að horfa í þann spegil. Horfðu niður og farðu út eins fljótt og þú getur!“ segir Lauren Burvill.

„Ég vel aldrei gluggasæti“

„Ég sit aldrei við gluggann í flugvél. Þú ert fastur þegar þú vilt fara á klósettið, eða þarft að bíða lengi eftir því að komast upp og úr flugvélinni á meðan þú bíður eftir öðru fólki eftir að vélin er lent. Sætið við ganginn er best!“ segir Paula Ellis.

Velur þú alltaf gluggasætið?
Velur þú alltaf gluggasætið? Ljósmynd/Pexels/Marcus Silva

„Ég drekk aldrei kaffi eða te í flugi“

„Vinkona mín, sem er flugfreyja, benti mér á þetta – að vatnið í flugvélum sé ekki málið og að þær drekki bara vatn sem kemur úr flöskum. Ég hef ekki getað hugsað mér að drekka kaffi eða te síðan þá svo ég panta aldrei heit drykki í flugi og drekk bara vatn út flöskum,“ segur Amber Port. 

„Ég hunsa aldrei þegar farið er yfir öryggisatriði um borð“

„Þetta er stór vani sem stafar líklega af tilhneigingu minni að þókast fólki og hræðslu við að fljúga sem ég hef upplifað frá æsku, en ég þarf alltaf að hlusta með bros á vör þegar flugfreyjan fer yfir öryggisatriði um borð. Svo er enn betra ef við náum augnsambandi,“ segir Olivia Morelli.

„Ég snerti aldrei sjónvarpskjáinn án þess að þrífa hann fyrst“

„Ég sótthreinsa alltaf snertiskjáinn áður en ég nota hann. Mér finnst agalegt að hugsa um hve margir hafa snert sjónvarpskjáinn í flugvélinni með skítugum puttum,“ segir Jessica Rach.

Jessica Rach sótthreinsar alltaf skjáinn áður en hún snertir hann.
Jessica Rach sótthreinsar alltaf skjáinn áður en hún snertir hann. Ljósmynd/Unsplash/Kristy Cruz

„Ég snerti aldrei borðin í flugvélum“

„Ég starfaði áður sem flugfreyja, svo ég veit af eigin reynslu að borðin sem eru aftan á sætisbökunum eru ekki þrifin – og ég hef séð þegar fólk skiptir á bleyju á borðunum,“ segir Sophie Knight.

„Ég drekk aldrei áfengi í flugvélum“

„Þó að ég haldi því fram að því fylgi glamúr að drekka G&T í flugvél, þá meika ég ekki að verða svona þurr, „tipsí“ eða þunn þegar ég kem á áfangastaðinn. Þó það sé sárt fyrir mig að hafna freyðivínsglasinu (enda vita allir að besta freyðivínið er ókeypis) um borð, þá er ég sannarlega þakklát fyrir það við lendingu,“ segir Sarah Allard.

Sarah Allard afþakkar alltaf áfengi um borð.
Sarah Allard afþakkar alltaf áfengi um borð. Ljósmynd/Unsplash

„Ég klappa aldrei þegar flugvélin lendir“

„Sjáðu þetta fyrir þér – þú ert að fara í fyrsta fríið þitt með nýjum maka. Þú ert svolítið kvíðin fyrir þessu ævintýri en tilhugsunin um að ganga hönd í hönd niður erlendar, hlykkjóttar götur lætur spennuna renna um æðarnar á þér. Flugvélin lendir – og makinn klappar. Það er hið alþjóðlega „ick“. Mitt ráð? Farðu með fyrsta flugi aftur heim!“ segir Lucy Bruton. 

„Ég úða aldrei neinu um borð í flugvél“

„Eins freistandi og það getur verið að nota róandi koddaúða til að sofna eða spreyja ilmvatni áður en þú lendir til að fríska þig upp, þá er ekki góð hugmynd að úða neinu á lokuðu svæði. Einhver í flugvélinni gæti verið með astma eða ofnæmi og lykt veldur ógleði hjá sumum. 

Efþú vilt virkilega upplifa róandi ilmuplifun um borð þá skaltu sprauta lykt í peysu, koffa eða tregil áður en þú flýgur, eða vera með „roll-on“ ilmvatn,“ segir Sarah James. 

„Ég kúka aldrei í flugvélum“

„Ég er ekki viss um að svarið mitt sé viðeigandi, en ég kúka aldrei í flugvélum. Ég er ekki hrifin af flugvélaklósettum. Ég sleppi jafnvel máltíðum daginn fyrir flug til að koma í veg fyrir að þurfa þess ... “ segir Noo Saro-Wiwa.

„Ég geymi aldrei neitt í sætisvasanum“

„Ég geri það allavega aldrei lengur. Ég hef lært að þannig er mjög auðvelt að týna eigum sínum – síðast skildi ég AirPods eftirí sætisvasa, en það versta sem ég hef skilið eftir er vegabréfið mitt. Ég fór frá borði, komst hálfa leið í gegnum vegabréfaeftirlitið og þurfti svo að spretta aftur í flugvélina. Aldrei aftur!“ segir Abigail Malbon.

mbl.is