Staðurinn sem mælt er með að heimsækja frekar en Fjaðrárgljúfur

Skoðunarferðir | 26. apríl 2024

Staðurinn sem mælt er með að heimsækja frekar en Fjaðrárgljúfur

Á undanförnum árum hefur færst í aukana að loka þurfi náttúruperlum og sögufrægum stöðum vegna ágengi ferðamanna, en nýverið var tilkynnt að sögufrægur staður á Havaí, Haiku-stigarnir eða „Stairway to Heaven“, yrðu fjarlægðir vegna skemmda af völdum ferðamanna. Stigarnir voru reistir í síðari heimsstyrjöldinni, en árið 1987 voru þer lokaðir almenningi. Með tilkomu samfélagsmiðla hafa vinsældir þeirra hins vegar aukist verulega og hafa ferðamenn hunsað lokunina sem hefur haft neikvæðar afleiðingar. 

Staðurinn sem mælt er með að heimsækja frekar en Fjaðrárgljúfur

Skoðunarferðir | 26. apríl 2024

Fjaðrárgljúfur hefur verið gríðarlega vinsælt meðal ferðamanna síðustu ár.
Fjaðrárgljúfur hefur verið gríðarlega vinsælt meðal ferðamanna síðustu ár. Ljósmynd/Unsplash/Samantha Oakey

Á undanförnum árum hefur færst í aukana að loka þurfi náttúruperlum og sögufrægum stöðum vegna ágengi ferðamanna, en nýverið var tilkynnt að sögufrægur staður á Havaí, Haiku-stigarnir eða „Stairway to Heaven“, yrðu fjarlægðir vegna skemmda af völdum ferðamanna. Stigarnir voru reistir í síðari heimsstyrjöldinni, en árið 1987 voru þer lokaðir almenningi. Með tilkomu samfélagsmiðla hafa vinsældir þeirra hins vegar aukist verulega og hafa ferðamenn hunsað lokunina sem hefur haft neikvæðar afleiðingar. 

Á undanförnum árum hefur færst í aukana að loka þurfi náttúruperlum og sögufrægum stöðum vegna ágengi ferðamanna, en nýverið var tilkynnt að sögufrægur staður á Havaí, Haiku-stigarnir eða „Stairway to Heaven“, yrðu fjarlægðir vegna skemmda af völdum ferðamanna. Stigarnir voru reistir í síðari heimsstyrjöldinni, en árið 1987 voru þer lokaðir almenningi. Með tilkomu samfélagsmiðla hafa vinsældir þeirra hins vegar aukist verulega og hafa ferðamenn hunsað lokunina sem hefur haft neikvæðar afleiðingar. 

Hér á Íslandi hefur einnig þurft að loka vinsælum náttúruperlum vegna ágengi ferðamanna, en Fjaðrárgljúfur er gott dæmi um það. Á dögunum birtist umfjöllun á Telegraph um vinsæla ferðamannastaði sem hafa orðið fyrir skemmdum vegna fjölda ferðamanna, en í greininni er meðal annars fjallað um Fjaðrárgljúfur og bent á annan spennandi stað á Íslandi sem mælt er með að ferðamenn heimsæki frekar en gljúfrið. 

Fjaðrárgljúfur sló rækilega í gegn eftir að tónlistarmaðurinn Justin Bieber tók upp tónlistarmyndband þar við lagið sitt I'll Show You árið 2015. Myndbandið hefur fengið yfir 520 milljónir áhorfa og hefur straumur ferðamanna um svæðið aukist gríðarlega í kjölfarið.

Árið 2018 tilkynnti Umhverfisstofnun Íslands að svæðinu hafi verið lokað til að vernda náttúruna og gróðurinn frá ágengi ferðamanna. Daníel Freyr Jónsson, svæðissérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, tengdi ofuráhuga ferðamanna á gljúfrinu beint við tónlistarmyndbandið en árið 2019 voru birtar sláandi myndir á Facebook-síðu stofnunarinnar af gróðurskemmdum á svæðinu. 

Mæla með Norðurlandi frekar en Fjaðrárgljúfri

Í staðinn fyrir að heimsækja Fjaðrárgljúfur er mælt með því að ferðamenn skoði sig um á Norðurlandi. „Flestir breskir ferðamenn sem heimsækja Ísland halda sig við svokallaðann „Gullna hring“ í nágrenni við Reykjavík, eða suðurströndina sem býður upp á glæsilegar strendur og mildara loftslag,“ er sagt í greininni. 

Richard Waters, ferðablaðamaður hjá Telegraph, mælir með því að ferðamenn kanni frekar rólegri og villtari norðurslóðir Íslands. „Með breiðu af nýföllnum snjó sem leggst yfir þöglan Siglufjörðinn, keyri ég aftur til Akureyrar í gegnum göng, meðfram ströndinni og yfir flöskugrænt landslagið, og furða mig á því hvert allir aðrir hafi farið,“ skrifar hann í umfjöllun sinni um Norðurlandið. 

„Ísland er 103 þúsund ferkílómetrar að stærð, aðeins minna en Kúba, og flestir af 340.000 íbúum landsins búa á Suðurlandinu. Það er því engin furða að þú finnir fljótt að þarna er bara þú, harðgert landslagið og þessir sterku súkkulaðilituðu hestar,“ bætti hann við. 

Í stað þess að heimsækja Fjaðrárgljúfur er mælt með ferðalagi …
Í stað þess að heimsækja Fjaðrárgljúfur er mælt með ferðalagi um Norðurlandið. Ljósmynd/Unsplash/Gantas Vaičiulėnas
mbl.is