5 skemmtilegar fjallgöngur í nágrenni Reykjavíkur

Fjallganga | 29. mars 2024

5 skemmtilegar fjallgöngur í nágrenni Reykjavíkur

Það styttist óðum í páskana og margir sem ætla að nýta páskafríið í ferðalög eða útivist. Það er alltaf vinsælt að skella sér á skíði um páskana eða taka góða fjallgöngu ef veður leyfir. 

5 skemmtilegar fjallgöngur í nágrenni Reykjavíkur

Fjallganga | 29. mars 2024

Á að skella sér í fjallgöngu um páskana?
Á að skella sér í fjallgöngu um páskana? Samsett mynd

Það styttist óðum í páskana og margir sem ætla að nýta páskafríið í ferðalög eða útivist. Það er alltaf vinsælt að skella sér á skíði um páskana eða taka góða fjallgöngu ef veður leyfir. 

Það styttist óðum í páskana og margir sem ætla að nýta páskafríið í ferðalög eða útivist. Það er alltaf vinsælt að skella sér á skíði um páskana eða taka góða fjallgöngu ef veður leyfir. 

Ferðavefur mbl.is tók saman lista yfir fimm skemmtilegar fjallgöngur í nágrenni Reykjavíkur sem er tilvalið að skella sér í yfir páskana. Þær eru mislangar og -erfiðar, en eiga það þó sameiginlegt að bjóða göngugörpum upp á fallegt útsýni og einstakt landslag. 

Úlfarsfell

Úlfarsfell er 295 m hátt fjall í Mosfellsbæ og er ein vinsælasta fjallgangan á Höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að gangau upp á fjallið á nokkrum stöðum og hafa leiðir verið stikaðar og merktar umhverfis fjallið. 

Tveir toppar eru á fjallinu og hægt að fara upp á annan þeirra eða taka stærri hring og toppa þá báða. Á heimasíðu Ferðafélags Íslands kemur fram að vegalengdin sé 5,3 km, lóðrétt hækkun sé 187 m og áætlaður göngutími 2,5 klukkustundir. Þá fær fjallið erfiðleikastig 1 af 4. 

Úlfarsfellið er tilvalið til útivistar og hentar byrjendum sem og …
Úlfarsfellið er tilvalið til útivistar og hentar byrjendum sem og lengra komnum.

Esjan

Gönguleiðin upp að Steini á Esjunni er líklega vinsælasta gönguleið landsins. Fjölbreytileikinn og fegurðin sem blasir við þeim sem leggja leið sína upp fjallið hefur heillað ófáa göngugarpa, en leiðin þykir skemmtileg og hæfilega krefjandi. 

Esjan er hæsta fjall í nágrenni Reykjavíkur, en hæst er hún 914 metrar og því mikilvægt að hafa viðeigandi búnað meðferðis í samræmi við veðurfar og aðstæður. Samkvæmt vef Ferðafélags Íslands er vegalengdin 6,2 km, lóðrétt hækkun 575 m og áætlaður göngutími 3 klukkustundir. Þá fær fjallið erfiðleikastig 2 af 4 og því mælt með því að byrjendur gangi frekar á lægri fjöll áður en Esjan er tekin. 

Gönguleiðin upp Esjuna er líklega sú vinsælasta á landinu.
Gönguleiðin upp Esjuna er líklega sú vinsælasta á landinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reykjadalur

Það er óhætt að segja að Reykjadalurinn sé sannkölluð útivistarperla, en fyrir ofan Hveragerði liggur göngustígur upp dalinn að heitum læk sem hægt er að baða sig í. Landslagið er einstakt og einkennist af litadýrð og heitum hverum. 

Leiðin er tiltölulega þægileg, en nokkrar gönguleiðir eru í dölunum en sú styðsta að læknum er um 3 km löng. 

Reykjadalurinn einkennist af mikilli litadýrð.
Reykjadalurinn einkennist af mikilli litadýrð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helgafell

Helgafell er staðsett skammt frá Hafnarfirði við Kaldárbotna og er vinsælt meðal göngugarpa. Helgafell er úr móbergi og því eru stígar um fjallið víðast hvar ekki mjög skýrir, en hægt er að fara nokkrar leiðir upp fjallið sem eru vel merktar með stikum og vörðum. 

Á vef Ferðafélags Íslands kemur fram að vegalengdin sé um 5,1 km, lóðrétt hækkun 254 m og áætlaður göngutími um 3 klukkustundir. Þá fær fjallið 2 í erfiðleikastig af 4 mögulegum. 

Helgafell er vinsælt meðal göngugarpa.
Helgafell er vinsælt meðal göngugarpa. Ljósmynd/Unsplash/Yanshu Lee

Mosfell

Mosfell við Mosfellsdal er lágreist fjall með skemmtilegum og prýðilega vel merktum gönguleiðum, en frá fjallinu er fallegt útsýni yfir Mosfellsdalinn og Esjuna. 

Samkvæmt vef Ferðafélags Íslands er vegalengdin um 4 km, lóðrétt hækkun 214 m og áætlaður göngutími 2 klukkustundir. Þá fær fjallið 1 af 4 mögulegum erfiðleikastigum. 

Á Mosfelli eru skemmtilegar gönguleiðir sem henta flestum.
Á Mosfelli eru skemmtilegar gönguleiðir sem henta flestum. Ljósmynd/Ferðafélag Íslands
mbl.is