Vestmannaeyjar á lista New York Times

Ferðumst innanlands | 11. janúar 2024

Vestmannaeyjar á lista New York Times

Á ári hverju bíða margir spenntir eftir að New York Times birti ítarlegan lista yfir bestu áfangastaði ársins. Nú hafa sérfræðingar tímaritsins tekið saman 52 áfangastaði um allan heim sem þeir mæla með að ferðast til árið 2024.

Vestmannaeyjar á lista New York Times

Ferðumst innanlands | 11. janúar 2024

Vestmannaeyjar eru á lista New York Times yfir áfangastaði sem …
Vestmannaeyjar eru á lista New York Times yfir áfangastaði sem mælt er með að heimsækja árið 2024. mbl.is/Rax

Á ári hverju bíða margir spenntir eftir að New York Times birti ítarlegan lista yfir bestu áfangastaði ársins. Nú hafa sérfræðingar tímaritsins tekið saman 52 áfangastaði um allan heim sem þeir mæla með að ferðast til árið 2024.

Á ári hverju bíða margir spenntir eftir að New York Times birti ítarlegan lista yfir bestu áfangastaði ársins. Nú hafa sérfræðingar tímaritsins tekið saman 52 áfangastaði um allan heim sem þeir mæla með að ferðast til árið 2024.

Flestir ættu að geta fengið ferðainnblástur frá listanum enda eru þar fjölbreyttir og spennandi áfangastaðir, allt frá Maui á Hawaii og Hurghada í Egyptalandi yfir í Salar de Uyni í Bólivíu. 

Á listanum er einnig að finna skemmtilegan áfangastað sem er í miklu uppáhaldi hjá mörgum Íslendingum, sérstaklega yfir verslunarmannahelgina, en það eru Vestmannaeyjar sem eru í 35. sæti af 52.

Vestmannaeyjar eru í sæti 35 af 52 á listanum.
Vestmannaeyjar eru í sæti 35 af 52 á listanum. mbl.is/Árni Sæberg

Listi New York Times yfir bestu áfangastaðina 2024

  1. The Path of Totality, Norður-Ameríku
  2. París, Frakklandi
  3. Yamaguchi, Japan
  4. Nýja-Sjáland (með lest)
  5. Maui, Hawaii
  6. Baj Nwavja I’tah Kukveni, Arizona
  7. Singapore
  8. O'Higgins, Chile
  9. Ladkah, Indlandi
  10. Genf, Sviss
  11. Dóminíka, Karíbahafinu
  12. Manchester, Bretlandi
  13. Craters of the Moon, Idaho
  14. Baltimore, Maryland
  15. Uyni Salt Lake, Bólivíu
  16. Negombo, Srí Lanka
  17. Massa-Carrara, Ítalíu
  18. Bannau Brycheiniog, Wales
  19. Marokkó
  20. Valencia, Spáni
  21. Kansas City, Missouri
  22. Antananarivo, Madagaskar
  23. Yucatan skagi, Mexíkó
  24. Lake Toba, Indónesía
  25. Almaty, Kasakstan
  26. Quito, Ekvador
  27. Mingan Archipelago, Quebec
  28. Montgomery, Alabama
  29. Tasmanía, Ástralíu
  30. Waterford, Írlandi
  31. Tsavo-þjóðgarðurinn, Kenía
  32. Brasilía
  33. El Salvador
  34. Koh Her, Kambódíu
  35. Vestmannaeyjar, Íslandi
  36. Montevideo, Úrúgvæ
  37. Mustang, Nepal
  38. Vín, Austurríki
  39. Brisbane, Ástralíu
  40. Pasadena, Kaliforníu
  41. Hurghada, Egyptaland
  42. Boundary Waters, Minnesota
  43. Thessaloniki, Grikklandi
  44. Normandí, Frakklandi
  45. Grenada, Karíbahafinu
  46. El Camino de Costa Rica
  47. Albönsku ​​Alparnir
  48. White Horse, Yukon
  49. Choquequirao, Perú
  50. Dresden, Þýskalandi
  51. Monarch Butterfly Biosphere Reserve, Mexíkó
  52. Flamingo, FloridaPar
mbl.is