Mosfellsbær í fyrsta sæti yfir spennandi ferðamannastaði

Ferðumst innanlands | 8. febrúar 2024

Mosfellsbær í fyrsta sæti yfir spennandi ferðamannastaði

Á netinu má finna ótal lista yfir spennandi ferðamannastaði víðs vegar um Ísland. Algengt er að áfangastaðir eins og Geysir, Seljalandsfoss og Bláa Lónið prýði slíka lista.

Mosfellsbær í fyrsta sæti yfir spennandi ferðamannastaði

Ferðumst innanlands | 8. febrúar 2024

Mosfellsbær er efst á lista yfir spennandi staði til að …
Mosfellsbær er efst á lista yfir spennandi staði til að heimsækja á Íslandi. mbl.is/Sigurður Bogi

Á netinu má finna ótal lista yfir spennandi ferðamannastaði víðs vegar um Ísland. Algengt er að áfangastaðir eins og Geysir, Seljalandsfoss og Bláa Lónið prýði slíka lista.

Á netinu má finna ótal lista yfir spennandi ferðamannastaði víðs vegar um Ísland. Algengt er að áfangastaðir eins og Geysir, Seljalandsfoss og Bláa Lónið prýði slíka lista.

Nýlega birtist listi á Lonley Planet yfir 12 staði sem allir verða að heimsækja á Íslandi. Í fyrsta sæti listans var þó enginn foss eða náttúrulaug heldur Mosfellsbær. 

1. Mosfellsbær

Í greininni er Mosfellsbæ lýst sem vinalegum nágranna Reykjavíkur. Helstu aðdráttaröflin eru sögð vera fellin sem umlykja bæinn, þar á meðal Úlfarsfell, Mosfell, Helgafell og Reykjafell, enda séu þar frábærar gönguleiðir. Þá er einnig talað um að Hafravatn sé falin perla á svæðinu, sérstaklega á góðum sumardegi.

Í kringum Mosfellsbæ er nóg af skemmtilegum gönguleiðum og náttúruperlum.
Í kringum Mosfellsbæ er nóg af skemmtilegum gönguleiðum og náttúruperlum. mbl.is/Sigurður Bogi

2. Flúðir

Flúðir eru í öðru sæti listans, en í greininni eru …
Flúðir eru í öðru sæti listans, en í greininni eru staðir eins og Gamla laugin, Hraunalaug og Flúðasveppir nefndir. mbl.is/Sigurður Bogi

3. Stokkseyri

Stokkseyri er í þriðja sæti listans, en þar er mælt …
Stokkseyri er í þriðja sæti listans, en þar er mælt með að skella sér á kajak, heimsækja Draugasafnið og gæða sér á ljúffengu sjávarfangi á Fjöruborðinu. mbl.is/Árni Sæberg

4. Höfn

Næst á listanum er Höfn í Hornafirði, en þar er …
Næst á listanum er Höfn í Hornafirði, en þar er að sjálfsögðu mælt með því að fólk fái sér humar. mbl.is/Golli

5. Borgarfjörður Eystri

Mælt er með því að ferðalangar heimsæki Bakkagerði á Borgarfirði …
Mælt er með því að ferðalangar heimsæki Bakkagerði á Borgarfirði eystra, enda býr fjörðurinn yfir mikilli fegurð og ævintýralegri náttúru. Ljósmynd/Unsplash/Alberto Zanetti

6. Hallormsstaðaskógur

Í sjötta sæti listans er Hallormsstaðaskógur, en þar er mælt …
Í sjötta sæti listans er Hallormsstaðaskógur, en þar er mælt með að fólk tjaldi og njóti náttúrunnar í kring. Ljósmynd/Wikipedia.org/Christoph L. Hess

7. Húsavík

Í greininni fær Húsavík meðmæli, sérstaklega fyrir þá sem vilja …
Í greininni fær Húsavík meðmæli, sérstaklega fyrir þá sem vilja fara í hvalaskoðun. Ljósmynd/Unsplash/Pedro Netto

8. Hauganes

Í áttunda sæti listans er Hauganes, en mælt er með …
Í áttunda sæti listans er Hauganes, en mælt er með því að baða sig í heitum pottum við fjöruna. Ljósmynd/Unsplash/Alberto Zanetti

9. Siglufjörður

Siglufjörður fær einnig meðmæli í greininni, þá sérstaklega fyrir þá …
Siglufjörður fær einnig meðmæli í greininni, þá sérstaklega fyrir þá sem vilja stunda vetraríþróttir eins og skíði eða gönguskíði. Ljósmynd/Unsplash/Luciano Braga

10. Hólmavík

Hólmavík er sagður vera sjarmerandi bær en einnig besti staðurinn …
Hólmavík er sagður vera sjarmerandi bær en einnig besti staðurinn til að skoða Strandirnar.

11. Flatey

Það er einstök upplifun að ganga um Flatey og skoða …
Það er einstök upplifun að ganga um Flatey og skoða fallegu húsin sem prýða eyjuna í kyrrð og ró. Ljósmynd/Unsplash/Einar H. Reynis

12. Húsafell

Í tólfta sæti listans er náttúruparadísin Húsafell.
Í tólfta sæti listans er náttúruparadísin Húsafell. Ljósmynd/Unsplash/Freysteinn G. Jonsson
mbl.is