Reiknaði út hvað fimm daga Íslandsferð kostaði

Ferðumst innanlands | 25. janúar 2024

Reiknaði út hvað fimm daga Íslandsferð kostaði

Ferðabloggarinn Emma Matthews birti myndband frá Íslandsferð sinni á Tiktok á dögunum sem hefur vakið þó nokkra athygli, en í myndbandinu reiknaði hún út hvað fimm daga Íslandsferð kostaði hana. 

Reiknaði út hvað fimm daga Íslandsferð kostaði

Ferðumst innanlands | 25. janúar 2024

Ferðabloggari reiknaði út hvað fimm daga Íslandsferð kostaði hana.
Ferðabloggari reiknaði út hvað fimm daga Íslandsferð kostaði hana. Samsett mynd

Ferðabloggarinn Emma Matthews birti myndband frá Íslandsferð sinni á Tiktok á dögunum sem hefur vakið þó nokkra athygli, en í myndbandinu reiknaði hún út hvað fimm daga Íslandsferð kostaði hana. 

Ferðabloggarinn Emma Matthews birti myndband frá Íslandsferð sinni á Tiktok á dögunum sem hefur vakið þó nokkra athygli, en í myndbandinu reiknaði hún út hvað fimm daga Íslandsferð kostaði hana. 

„Það er alltaf talað um að Ísland sé mjög dýr staður til að heimsækja. Ég fór þangað í fimm nætur í byrjun desember og það kostaði mig þetta mikið,“ segir Matthews í byrjun myndbandsins, en hún fór til Íslands með mömmu sinni og bróður sínum. 

Matthews flaug frá Liverpool til Keflavíkur með Play og flaug svo til baka til Manchester með Easy Jet. Hún segir miðana fram og til baka hafa kostað hana 143 pund, eða tæpleg 25 þúsund krónur, en innifalið í verðinu var 23 kg innrituð taska og fyrirfram valið sæti. 

„Fyrir gistingu völdum við íbúð að þessu sinni vegna þess að við vildum hafa möguleika á að búa okkur til nesti og elda kvöldverði suma daga,“ segir Matthews, en hún borgaði 214 pund, eða rúmleg 37 þúsund krónur, fyrir fimm nætur. 

„Eins og fram hefur komið ákváðum við að búa til okkar eigin mat stundum svo við myndum ekki eyða svona miklu á matsölustöðum. Svo við enduðum á að eyða 135 pundum í matvöruverslunum, sem gera 45 pund á mann,“ segir húr.

Eyddi 27 þúsund krónum á matsölustöðum og í bakaríum

Þrátt fyrir að hafa suma daga gert sér nesti og eldað heima eyddu þau 159 pundum á mann, eða rúmlega 27 þúsund krónum, á matsölustöðum og í bakaríum í ferðinni. 

„Meirihluti eyðslunnar okkar á Íslandi fór í afþreyingu sem ég er ekki reið yfir vegna þess að sumar þeirra voru einstakar upplifanir,“ útskýrir Matthews og birti lista yfir ferðir og aðra afþreyingu sem þau fóru í sem samanlagt kostuðu 350 pund á mann, eða rúmlega 60.700 krónur.

„Að lokum voru síðustu gjöldin á kortunum fyrir samgöngur. Rútuferð á flugvöllinn kostaði heil 41 pund á mann. Við þurftum líka að fara nokkrum sinnum í leigubíl, en þær ferðir kostuðu 22 pund á mann,“ segir Matthews, en samanlagt eyddi hún tæplega 11 þúsund krónum í samgöngur. 

Fimm daga Íslandsferð Matthews endaði því á að kosta hana 973 pund, eða tæplega 169 þúsund krónur. „Þetta var miklu meira en ég bjóst við en á endanum klárlega þess virði,“ sagði hún að lokum. 

@emmamatthewsxx Worth it?? 100% in my opinion, amazing memories made with my mum and brother:) #reykjavik #iceland #goldencircle #travel ♬ original sound - Emma
mbl.is