Sögðu frá stærstu áskorununum við að flytja til Íslands

Ferðumst innanlands | 11. febrúar 2024

Sögðu frá stærstu áskorununum við að flytja til Íslands

Ísland er þekkt fyrir einstaka náttúrufegurð, eftirsóknaverða kyrrð og mikið öryggi. Þó það sé fjölmargt jákvætt við það að búa á Íslandi fylgja því líka ákveðnar áskoranir eins og kaldir og dimmir vetrar. 

Sögðu frá stærstu áskorununum við að flytja til Íslands

Ferðumst innanlands | 11. febrúar 2024

Þetta eru fimm stærstu áskoranirnar sem viðmælendur stóðu frammi fyrir …
Þetta eru fimm stærstu áskoranirnar sem viðmælendur stóðu frammi fyrir þegar þeir fluttu til Íslands. Ljósmynd/Unsplash/Kamil Izaret

Ísland er þekkt fyrir einstaka náttúrufegurð, eftirsóknaverða kyrrð og mikið öryggi. Þó það sé fjölmargt jákvætt við það að búa á Íslandi fylgja því líka ákveðnar áskoranir eins og kaldir og dimmir vetrar. 

Ísland er þekkt fyrir einstaka náttúrufegurð, eftirsóknaverða kyrrð og mikið öryggi. Þó það sé fjölmargt jákvætt við það að búa á Íslandi fylgja því líka ákveðnar áskoranir eins og kaldir og dimmir vetrar. 

Á dögunum sögðu fimm aðilar sem fluttu til Íslands frá stærstu áskorununum sem þeir stóðu frammi fyrir í viðtali við Business Insider

1. Dagsbirtan

Það fyrsta sem nefnt er í greininni er dagsbirtan. Yfir hásumarið er bjart nærri allan sólarhringinn á meðan dagsbirtan er af skornum skammti á veturna. „Mér finnst þetta mjög erfitt á sumrin. Það er alltaf áskorun að fara að sofa. Og á veturna er alltaf áskorun að halda sér vakandi,“ sagði Shruti Basappa, uppskriftahöfundur og annar stofnandi arkitektúrsstofunnar SEI. Hún er frá Indlandi og flutti frá Barcelona á Spáni til Íslands fyrir 11 árum síðan. 

Jewells Chambers flutti frá Brooklyn í New York-borg til Íslands fyrir sjö árum síðan og heldur úti hlaðvarpinu All Things Iceland. „Hér áður fyrr var ég stressuð fyrir því að veturinn kæmi,“ sagði hún og bætti við að á veturna leggi hún sérstaka áherslu á að hreyfa sig og taka að sér fleiri verkefni til að beina athyglinni frá myrkrinu. 

Viðmælendum þótti krefjandi að aðlagast dagsbirtunni á Íslandi, bæði fyrir …
Viðmælendum þótti krefjandi að aðlagast dagsbirtunni á Íslandi, bæði fyrir sumar- og vetrartímann. Ljósmynd/Unsplash/Jon Flobrant

2. Matarinnkaup

Viðmælendur segja íslenskar matvöruverslanir vera aðra áskorun sem þeir hafi staðið frammi fyrir, en þær séu bæði dýrar og skorti fjölbreytni. „Við erum á pínulítilli eyju og það er mjög erfitt að fá ferska afurð sem er þroskuð og tilbúin,“ sagði Sonia Nicolson sem flutti til Íslands frá Bretlandi fyrir átta árum. 

Jeannie Riley flutti til Íslands frá Texas árið 2016, en hún starfar sem ferðaráðgjafi hjá Iceland With a View. Hún segist stundum ekki geta eldað uppskriftir sem hún var vön að elda í Bandaríkjunum þar sem erfitt sé að fá ákveðin hráefni. „Það er ekki hægt að fá gott avókadó á Íslandi. Það er eins og að vinna í lottóinu. Ávextir eru mjög dýrir og mygla hraðar,“ sagði hún. 

Basappa leggur þó áherslu á að fjölbreytni matvæla hafi aukist hratt á Íslandi síðasta áratug. Textílhönnuðurinn Alice Olive Clarke tekur undir það, en þegar hún flutti fyrst til Íslands frá Kanada fyrir 30 árum segist hún ekki hafa getað fengið sér pítsu hér á landi. „Nú getur þú bókstaflega fengið hvað sem er. Og ef þú getur ekki fengið það á landinu, þá pantarðu það bara inn,“ sagði hún.

Samkvæmt Riley getur verið erfitt að finna gott avókadó á …
Samkvæmt Riley getur verið erfitt að finna gott avókadó á Íslandi. Ljósmynd/Unsplash/Alexander Mils

3. Almenningssamgöngur

Viðmælendurnir voru sammála um að almenningssamgöngur á Íslandi væru ekki til fyrirmyndar og sögðu að það þætti eðlilegt að eiga bíl og keyra um á Íslandi.

Þegar Basappa flutti fyrst til Reykjavíkur segist hún hafa verið „blind á hversu hræðilega almenningssamgöngur raunverulega væru.“ Hún hafði gert ráð fyrir því að geta gengið á milli staða, en eftir fyrsta veturinn á Íslandi segist hún hafa áttað sig á því að hún yrði að eiga bíl. 

Viðmælendur voru sammála um almenningssamgöngur á Íslandi.
Viðmælendur voru sammála um almenningssamgöngur á Íslandi. Ljósmynd/Unsplash/Karsten Winegeart

4. Íbúarnir

Riley segir að það sem hafi verið mest krefjandi fyrir hana þegar hún flutti til Íslands hafi verið að eignast vini. „Þér líður í rauninni aldrei eins og þú sért samofinn samfélaginu. Íslendingar eru aðeins meira lokaðir. Þeir eru ekki að fara að koma upp að þér og byrja að spjalla,“ sagði hún. 

Nicolson segist upplifa að margir Íslendingar séu enn afar nánir skólavinum sínum og að það „sé næstum eins og vinahópar þeirra séu fullir.“

Þegar Riley flutti til Íslands þótti henni hve erfiðast að …
Þegar Riley flutti til Íslands þótti henni hve erfiðast að eignast vini. Ljósmynd/Unsplash/Martin Sanchez

5. Ferðamennirnir

„Ég held að ferðaþjónustan hafi verið frábær fyrir Ísland. Lífsgæði okkar urðu mun betri með innstreymi ferðaþjónustunnar. Göturnar eru líflegri, fleiri tungumál eru töluð og veitingastaðir bjóða upp á fjölbreyttari mat. Þetta hefur einnig veitt gríðarlega uppörvun fyrir efnahag landsins,“ segir Basappa. 

„Það er hins vegar vaxandi gremja yfir því að aukin ferðaþjónusta komi á kostnað íslenskrar arfleiðar, eins og tungumálsins,“ bætti hún við og vísaði til matseðla á veitingastöðum sem eru sumstaðar bara prentaðir á ensku og þjóna sem tala einungis ensku. 

Viðmælendum þótti einnig erfitt að fylgjast með þróuninni á verslunum í miðbæ Reykjavíkur sem nú væri „full af lundabúðum.“ Þá hefði aukin eftirspurn eftir Airbnb einnig valdið því að erfiðara væri að finna leiguhúsnæði og þau væru dýrari. 

Þó ferðamennska hafi gert mikið fyrir Ísland segjast viðmælendur einnig …
Þó ferðamennska hafi gert mikið fyrir Ísland segjast viðmælendur einnig hafa orðið varir við neikvæð áhrif hennar. Ljósmynd/Claire Nolan
mbl.is