Mæla með bónorði á Breiðamerkursandi

Ferðumst innanlands | 20. febrúar 2024

Mæla með bónorði á Breiðamerkursandi

Að trúlofast er eitt af þeim augnablikum í lífinu sem fæstir gleyma. Það er margt sem ber að hafa í huga þegar verið er að skipuleggja bónorð – það þarf að velja rétta hringinn, réttu orðin og rétta augnablikin. 

Mæla með bónorði á Breiðamerkursandi

Ferðumst innanlands | 20. febrúar 2024

Fellsfjara á Breiðamerkursandi er sannkölluð náttúruperla.
Fellsfjara á Breiðamerkursandi er sannkölluð náttúruperla. Samsett mynd

Að trúlofast er eitt af þeim augnablikum í lífinu sem fæstir gleyma. Það er margt sem ber að hafa í huga þegar verið er að skipuleggja bónorð – það þarf að velja rétta hringinn, réttu orðin og rétta augnablikin. 

Að trúlofast er eitt af þeim augnablikum í lífinu sem fæstir gleyma. Það er margt sem ber að hafa í huga þegar verið er að skipuleggja bónorð – það þarf að velja rétta hringinn, réttu orðin og rétta augnablikin. 

Það þarf líka að finna rétta staðinn til að fara á skeljarnar á, en ferðasérfræðingar Condé Nast Traveller tóku á dögunum saman lista yfir fallegustu staði heims til að varpa fram stóru spurningunni. 

Á listanum má finna töfrandi staði víðsvegar um heiminn, þar á meðal Takepo-vatn í Nýja Sjálandi, Pyrgos-kastalann í Santorini á Grikklandi og Lófóten í Noregi. Listann prýðir einnig íslenskur staður sem hefur vakið mikla athygli fyrir einstaka náttúrufegurð, en það er Fellsfjara á Breiðamerkursandi eða Diamond Beach eins og hann er jafnan kallaður. 

„Staðurinn er eins og úr öðrum heimi“

„Ef þú þyrftir að velja stað fyrir bónorð einfaldlega út frá nafni hans, þá er erfitt að toppa Diamond Beach á Íslandi. Sem beur fer er landslagið alveg jafn fallegt og nafnið gefur til kynna. Þessi svarta strönd er staðsett á suðurströnd landsins og er fræg fyrir þúsundir ísjaka sem ferðast þangað frá Jökulsárlóni og líkjast stórum demöntum meðfram sjávarströndinni. Staðurinn er eins og úr öðrum heimi og er fullkominn til að spyrja einnar mikilvægustu spurningar lífs þíns,“ er skrifað um staðinn. 

Jökulsárlón tók að myndast um 1935 og hefur síðan stækkað …
Jökulsárlón tók að myndast um 1935 og hefur síðan stækkað til muna eftir því sem Breiðamerkurjökull hopar. mbl.is/Ómar
mbl.is