Stórkostleg villa á Vestfjörðum

Gisting | 23. apríl 2024

Stórkostleg villa á Vestfjörðum

Á fallegum útsýnisstað við höfnina á Flateyri er að finna einstaka villu á tveimur hæðum sem var nýlega uppgerð og innréttuð á afar sjarmerandi máta. 

Stórkostleg villa á Vestfjörðum

Gisting | 23. apríl 2024

Húsið hefur verið innréttað á afar fallegan máta.
Húsið hefur verið innréttað á afar fallegan máta. Samsett mynd

Á fallegum útsýnisstað við höfnina á Flateyri er að finna einstaka villu á tveimur hæðum sem var nýlega uppgerð og innréttuð á afar sjarmerandi máta. 

Á fallegum útsýnisstað við höfnina á Flateyri er að finna einstaka villu á tveimur hæðum sem var nýlega uppgerð og innréttuð á afar sjarmerandi máta. 

Á neðri hæðinni er bjart og opið alrými með eldhúsi, stofu og borðstofu. Aukin lofthæð er í rýminu ásamt fallegum gluggum sem setja svip sinn á rýmið. Svo virðist sem reynt hafi verið að halda í sem flesta upprunalega eiginleika hússins þegar það fékk yfirhalningu, en þar má nefna heillandi gólf, málaðan viðarpanil á veggjum, hlaðinn bita og spýtur sem skapa þetta notalega yfirbragð sem gleður augað. 

Í rýminu má sjá fallega húsmuni í hverju horni þar sem gamalt og nýtt mætist. Í eldhúsinu má til dæmis sjá svarta stílhreina innréttingu á móti skemmtilegri eldhúseyju með hrárri viðaráferð sem gefur rýminu mikinn karakter.

Stórir og fallegir gluggar setja svip sinn á húsið.
Stórir og fallegir gluggar setja svip sinn á húsið. Ljósmynd/Airbnb.com
Í eldhúsinu má sjá skemmtilega áferð og liti.
Í eldhúsinu má sjá skemmtilega áferð og liti. Ljósmynd/Airbnb.com
Í borðstofunni er mismunandi stólum blandað saman sem skapa notalega …
Í borðstofunni er mismunandi stólum blandað saman sem skapa notalega stemningu. Ljósmynd/Airbnb.com

Ljúfir litir og fallegur efniviður

Litir og áferð úr náttúrunni eru í forgrunni í húsinu þar sem djúp en notaleg litapalletta ræður ríkjum. Fagurblár litur á veggpanill spilar stórt hlutverk og setur tóninn í rýmunum, en þar má einnig sjá rauða og græna tóna. 

Á efri hæð hússins eru fjögur svefnherbergi og rúmgott baðherbergi með fallegu baðkari og stórum glugga sem veitir útsýni til sjávar og fjalla. Eignin er til útleigu á Airbnb og rúmar allt að níu næturgesti hverju sinni, en nóttin í húsinu í byrjun júlí kostar 586 bandaríkjadali eða sem nemur rúmum 83 þúsund krónum á gengi dagsins í dag.

Það hefur greinilega verið hugsað fyrir öllum smáatriðum í húsinu.
Það hefur greinilega verið hugsað fyrir öllum smáatriðum í húsinu. Ljósmynd/Airbnb.com
Í stofunni setur píanóið punktinn yfir i-ið.
Í stofunni setur píanóið punktinn yfir i-ið. Ljósmynd/Airbnb.com
Fallegir húsmunir prýða eignina.
Fallegir húsmunir prýða eignina. Ljósmynd/Airbnb.com
Stofan er einstaklega vel heppnuð.
Stofan er einstaklega vel heppnuð. Ljósmynd/Airbnb.com
Hver væri ekki til í að skella sér í búbblubað …
Hver væri ekki til í að skella sér í búbblubað með útsýni til sjávar og fjalla? Ljósmynd/Airbnb.com
Flateyri er afar heillandi staður.
Flateyri er afar heillandi staður. Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is