Virt ferðatímarit fjallar um hótelið í Kerlingarfjöllum

Fjallganga | 6. maí 2024

Virt ferðatímarit fjallar um hótelið í Kerlingarfjöllum

Síðasta sumar opnaði ný og bætt aðstaða í Kerlingarfjöllum undir heitinu Highland Base eftir að þar var reist nýtt veitingahús, hótelbygging, fjallaskálar og baðaðstaða. Þá fengu gömlu A-húsin, sem voru einkennandi fyrir svæðið, yfirhalningu og voru færð fyrir neðan veg.

Virt ferðatímarit fjallar um hótelið í Kerlingarfjöllum

Fjallganga | 6. maí 2024

Highland Base prýðir lista yfir bestu nýju hótelin hjá virtu …
Highland Base prýðir lista yfir bestu nýju hótelin hjá virtu erlendu ferðatímariti. Samsett mynd

Síðasta sumar opnaði ný og bætt aðstaða í Kerlingarfjöllum undir heitinu Highland Base eftir að þar var reist nýtt veitingahús, hótelbygging, fjallaskálar og baðaðstaða. Þá fengu gömlu A-húsin, sem voru einkennandi fyrir svæðið, yfirhalningu og voru færð fyrir neðan veg.

Síðasta sumar opnaði ný og bætt aðstaða í Kerlingarfjöllum undir heitinu Highland Base eftir að þar var reist nýtt veitingahús, hótelbygging, fjallaskálar og baðaðstaða. Þá fengu gömlu A-húsin, sem voru einkennandi fyrir svæðið, yfirhalningu og voru færð fyrir neðan veg.

Hótelið hefur hlotið þó nokkra athygli og komst á dögunum á lista hjá virtu erlendu ferðatímariti, Condé Nast Traveller, yfir bestu nýju hótel heims árið 2024.

„Gæti allt eins verið á tunglinu“

„Ísland hefur raunverulega verið „land elds og íss“ upp á síðkastið með nýlegu eldgosi á Reykjanesskaga sem olli tímabundinni lokun The Retrat-hótelsins við Bláa Lónið. Sem betur fer er nýtt systurverkefni hins sjálfbæra fyrirtækis, athvarf í óbyggðunum fyrir ævintýrafólk allt árið um kring, 110 mílur – og annarri plánetu – í burtu í víðáttumiklu og að mestu frosnu landslagi, sem var ókannað fram á fjórða áratuginn. 

Highland Base í Kerlingarfjöllum – víðáttumikið friðland af tindum með snjósköflum, jöklum, hraunbreiðum og þögn – gæti allt eins verið á tunglinu. Að komast þangað er ákveðið verkefni. Á veturna, eftir að komið er að Skjol BaseCamp – 90 mínútur á Gullna hringnum frá Reykjavík – getur það tekið tvo til fimm tíma að „fljóta“ yfir ósnertan snjó í breyttum ofurjeppum. Hið hyrnda Highland Base liggur í dal líkt og norræn naumhyggju-geimstöð, 28 herbergja hótel og sex skálar sem eru yfirgefin mannvirki brautryðjendanna sem komu á undan.

Skálarnir, sem eru með niðurgröfnum stofum, gluggum sem líkjast Polaroid-myndavélum, og hangandi „ponsjóum“, voru hönnuð og byggð með sjálfbærum viði og steinsteypu af íslenska fyrirtækinu Basalt Architects, höfuðpaurum Bláa Lónsins.

„Það er líka valmöguleiki að gista í svefnpoka í A-húsum sem eftir eru af sumarskíðaskóla frá árinu 1960. Afþreying í fjöllunum felur í sér gönguskíði, snjóþrúgur og gönguferðir, auk þess að hoppa í jarðhitaböð til að sjá norðurljósin eftir kvöldverð og brennivínssnaps sem hitar mann upp,“ er skrifað um hótelið á listanum. 

Ljósmynd/Expedia.co.uk
Ljósmynd/Highlandbase.is
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Highlandbase.is
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Highlandbase.is
Ljósmynd/Highlandbase.is
mbl.is