Mari farin í verðskuldað frí til Tenerife

Fjallganga | 16. maí 2024

Mari farin í verðskuldað frí til Tenerife

Hlaupadrottningin Mari Järsk er mætt á uppáhaldsáfangastað Íslendinga, Tenerife á Spáni, í verðskuldað frí eftir að hafa sigrað bakgarðshlaup Náttúruhlaupa í síðustu viku og slegið Íslandsmet í leiðinni. 

Mari farin í verðskuldað frí til Tenerife

Fjallganga | 16. maí 2024

Hlaupadrottningin er mætt til Tenerife!
Hlaupadrottningin er mætt til Tenerife! Samsett mynd

Hlaupadrottningin Mari Järsk er mætt á uppáhaldsáfangastað Íslendinga, Tenerife á Spáni, í verðskuldað frí eftir að hafa sigrað bakgarðshlaup Náttúruhlaupa í síðustu viku og slegið Íslandsmet í leiðinni. 

Hlaupadrottningin Mari Järsk er mætt á uppáhaldsáfangastað Íslendinga, Tenerife á Spáni, í verðskuldað frí eftir að hafa sigrað bakgarðshlaup Náttúruhlaupa í síðustu viku og slegið Íslandsmet í leiðinni. 

Það vakti mikla athygli þegar Mari birti sjálfsmynd af sér og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Instagram eftir hlaupið þar sem hún sagði frá því að hún væri á leið til Tenerife og hafi boðið forsetanum með. 

Nú er hún mætt í sólina á Tenerife og hefur notið sín í botn við sundlaugarbakkann. Hún hefur þó ekki bara verið í slökun heldur fór hún í fjallgöngu og smellti mynd af sér á toppnum með glæsilegt útsýni í bakgrunni. 

Hljóp 381 kílómetra á 57 klukkustundum

Mari hljóp 57 hringi, eða 381 kílómetra, á 57 klukkustundum í bakgarðshlaupinu. Þá var hún í hópi þriggja hlaupara sem slógu Íslandsmet í hlaupinu, en ásamt Mari voru það Andri Guðmundsson, sem hljóp 52 hringi, og Elísa Kristinsdóttir, sem hljóp 56 hringi. 

Hlaupararnir fengu góðar móttökur þegar þau slógu Íslandsmetið og stóð Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, við marklínuna. Það er ekki einungis sjálfsmyndin af Mari og forsetanum sem hefur vakið athygli heldur einnig ljósmynd af fallegu augnabliki þeirra við marklínuna sem ljósmyndari mbl.is náði.

mbl.is