Brynhildur nýtur lífsins í Króatíu

Sólarlandaferðir | 14. maí 2024

Brynhildur nýtur lífsins í Króatíu

Það væsir sannarlega ekki um áhrifavaldinn Brynhildi Gunnlaugsdóttur þessa dagana, en hún er stödd í sól og blíðu í Króatíu. 

Brynhildur nýtur lífsins í Króatíu

Sólarlandaferðir | 14. maí 2024

Brynhildur Gunnlaugsdóttir nýtur veðurblíðunnar í Króatíu þessa dagana.
Brynhildur Gunnlaugsdóttir nýtur veðurblíðunnar í Króatíu þessa dagana. Samsett mynd

Það væsir sannarlega ekki um áhrifavaldinn Brynhildi Gunnlaugsdóttur þessa dagana, en hún er stödd í sól og blíðu í Króatíu. 

Það væsir sannarlega ekki um áhrifavaldinn Brynhildi Gunnlaugsdóttur þessa dagana, en hún er stödd í sól og blíðu í Króatíu. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Brynhildur heimsækir landið, en kærasti hennar, körfuboltamaðurinn Dani Koljanin, er frá Króatíu, en leikur með liði KR á Íslandi. Þau eiga saman eina dóttur, Aríelu, sem kom í heiminn þann 4. desember síðastliðinn, en parið hefur haldið henni fjarri sviðsljósinu hingað til. 

Með 1,6 milljónir fylgjenda á TikTok

Brynhildur hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram, en hún heldur einnig úti hlaðvarpinu Gellukastið ásamt vinkonu sinni Söru Jasmín Sigurðardóttur. Fylgjendur hennar á TikTok eru 1,6 milljónir talsins en á Instagram er hún með 127 þúsund fylgjendur. 

Síðustu daga hefur Brynhildur verið dugleg að birta myndir frá Króatíu, en af myndum að dæma hefur veðrið leikið við hana. Meðalhiti í Króatíu í maímánuði er frá 17°C til 24°C sem er kærkomið hitastig eftir veturinn á Íslandi. 

mbl.is