Birgitta Líf mætt til Spánar rúmum mánuði eftir fæðingu

Spánn | 19. mars 2024

Birgitta Líf mætt til Spánar rúmum mánuði eftir fæðingu

Birgitta Líf Björnsdóttir, samfélagsmiðlastjarna og markaðsstjóri World Class, er mætt til Spánar með son sinn rúmum mánuði eftir fæðingu. Drengurinn er fyrsta barn Birgittu Lífar og kærasta hennar, Enoks Jónssonar, og kom í heiminn þann 8. febrúar síðastliðinn. 

Birgitta Líf mætt til Spánar rúmum mánuði eftir fæðingu

Spánn | 19. mars 2024

Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Jónsson urðu foreldrar í febrúar …
Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Jónsson urðu foreldrar í febrúar síðastliðnum. Samsett mynd

Birgitta Líf Björnsdóttir, samfélagsmiðlastjarna og markaðsstjóri World Class, er mætt til Spánar með son sinn rúmum mánuði eftir fæðingu. Drengurinn er fyrsta barn Birgittu Lífar og kærasta hennar, Enoks Jónssonar, og kom í heiminn þann 8. febrúar síðastliðinn. 

Birgitta Líf Björnsdóttir, samfélagsmiðlastjarna og markaðsstjóri World Class, er mætt til Spánar með son sinn rúmum mánuði eftir fæðingu. Drengurinn er fyrsta barn Birgittu Lífar og kærasta hennar, Enoks Jónssonar, og kom í heiminn þann 8. febrúar síðastliðinn. 

Dugleg að ferðast á meðgöngunni

Þetta er fyrsta utanlandsferð drengsins eftir að hann kom í heiminn, en Birgitta Líf var þó dugleg að ferðast á meðan hún var ófrísk og fór meðal annars á Amalfi-ströndina á Ítalíu, á 50 Cent tónleika í Lundúnum, í jólaferð til New York-borgar og í skvísuferð til Parísar. 

Stuttu fyrir fæðingu fóru þau svo í svokallað „baby moon“ til Spánar þar sem þau gistu á sama stað og þau eru á núna, en Birgitta Líf á nú tvær eins myndir af sér sem teknar eru á nákvæmlega sama stað – eini munurinn er að á annarri myndinni er hún ófrísk en á hinni myndinni er hún með soninn í fanginu. 

mbl.is