Linda Ben spilar á einum flottasta golfvelli Costa Blanca

Hreyfiferðir | 5. apríl 2024

Linda Ben spilar á einum flottasta golfvelli Costa Blanca

Það væsir ekki um matargyðjuna Lindu Benediktsdóttur um þessar mundir, en hún er stödd í sólinni á Alicante á Spáni þar sem hún nýtur þess að spila golf á einum flottasta golfvelli Costa Blanca-strandarinnar. 

Linda Ben spilar á einum flottasta golfvelli Costa Blanca

Hreyfiferðir | 5. apríl 2024

Lífið leikur við matarbloggarann Lindu Ben!
Lífið leikur við matarbloggarann Lindu Ben! Samsett mynd

Það væsir ekki um matargyðjuna Lindu Benediktsdóttur um þessar mundir, en hún er stödd í sólinni á Alicante á Spáni þar sem hún nýtur þess að spila golf á einum flottasta golfvelli Costa Blanca-strandarinnar. 

Það væsir ekki um matargyðjuna Lindu Benediktsdóttur um þessar mundir, en hún er stödd í sólinni á Alicante á Spáni þar sem hún nýtur þess að spila golf á einum flottasta golfvelli Costa Blanca-strandarinnar. 

Linda birti flotta og sólríka myndaröð af sér á golfvellinum á Instagram-síðu sinni með yfirskriftinni: „Golflífið“, en af myndum að dæma er hún alsæl enda leikur veðrið við hana og varla ský á lofti. 

View this post on Instagram

A post shared by Linda Ben (@lindaben)

Einn sá besti og flottasti á svæðinu

Las Colinas-golfvöllurinn þykir með þeim bestu og flottustu á svæðinu, en hann var hannaður af Cabell Robinson sem er með fremstu golfvallahönnuðum Evrópu. Svæðið liggur eftir fögrum dal og er með fallegu útsýni í átt að sjónum.

Golfvöllurinn er par 71, 18 holu meistaramótsvöllur sem hentar öllum færnistigum. Umhverfið er afar aðlaðandi, en á vellinum sjálfum má sjá tré, læki, vötn og sanda sem fegra ekki einungis svæðið heldur bjóða golfurum upp á skemmtilegar áskoranir.

Völlurinn er sérlega aðlaðandi og vel hannaður.
Völlurinn er sérlega aðlaðandi og vel hannaður. Ljósmynd/Lascolinasgolf.com
Fjölbreytileiki vallarins gerir hann að skemmtilegum og spennandi stað til …
Fjölbreytileiki vallarins gerir hann að skemmtilegum og spennandi stað til að spila golf. Ljósmynd/Lascolinasgolf.com
Svæðið er afar glæsilegt.
Svæðið er afar glæsilegt. Ljósmynd/Lascolinasgolf.com
mbl.is