Gekk upp á fjall úr Biblíunni með úlföldum á jóladag

Fjallganga | 29. apríl 2023

Gekk upp á fjall úr Biblíunni með úlföldum á jóladag

Perla Magnúsdóttir lýsir sjálfri sér sem ungri og lífsglaðri útivistarkonu úr Hafnarfirðinum. Hún segist hafa áttað sig á því mjög ung að lífið sé skemmtilegra ef hún velur að vera gleðimegin í því, en auk þess að starfa við leiðsögn um náttúru Íslands og fararstjórn erlendis hefur Perla verið að flytja fyrirlestra um það að velja sér jákvætt viðhorf til lífsins.

Gekk upp á fjall úr Biblíunni með úlföldum á jóladag

Fjallganga | 29. apríl 2023

Perla Magnúsdóttir starfar við leiðsögn um náttúru Íslands og fararstjórn …
Perla Magnúsdóttir starfar við leiðsögn um náttúru Íslands og fararstjórn erlendis, en hún veit fátt betra en að ferðast og hreyfa sig í náttúrunni.

Perla Magnúsdóttir lýsir sjálfri sér sem ungri og lífsglaðri útivistarkonu úr Hafnarfirðinum. Hún segist hafa áttað sig á því mjög ung að lífið sé skemmtilegra ef hún velur að vera gleðimegin í því, en auk þess að starfa við leiðsögn um náttúru Íslands og fararstjórn erlendis hefur Perla verið að flytja fyrirlestra um það að velja sér jákvætt viðhorf til lífsins.

Perla Magnúsdóttir lýsir sjálfri sér sem ungri og lífsglaðri útivistarkonu úr Hafnarfirðinum. Hún segist hafa áttað sig á því mjög ung að lífið sé skemmtilegra ef hún velur að vera gleðimegin í því, en auk þess að starfa við leiðsögn um náttúru Íslands og fararstjórn erlendis hefur Perla verið að flytja fyrirlestra um það að velja sér jákvætt viðhorf til lífsins.

„Ég var svo heppin að fá gleðina í vöggugjöf og finnst lífið einfaldlega innihaldsríkara ef ég umvef mig þakklæti, húmor, uppbyggjandi samskiptum og góðri orku,“ segir Perla. 

Perla elskar ferðalög og útivist, en hún er menntaður leiðsögumaður og ferðamálafræðingur og hefur starfað í íslenskri ferðaþjónustu undanfarin 11 ár. Hún hefur haft áhuga á ferðalögum frá því hún man eftir sér, en foreldrar hennar voru duglegir að ferðast með fjölskylduna þegar hún var lítil og hefur því alltaf liðið vel í bíl, lest og flugvél.

„Pabbi er líka mikið landakorta- og staðreyndanörd, og mamma þreyttist ekki á því að segja okkur alls konar sögur við þjóðveginn og benda okkur á fegurð landsins. Það liggur í augum uppi að uppeldið hefur haft mikið að segja,“ bætir Perla við.

Perlu líður best þegar hún er úti í náttúrunni, bæði …
Perlu líður best þegar hún er úti í náttúrunni, bæði hérlendis og erlendis.

Hvert er eftirminnilegasta ferðalagið þitt?

„Ætli það sé ekki þriggja mánaða ferðalagið sem ég fór í með manninum mínum um Mið-Ameríku. Við heimsóttum Panama, Gvatemala, Mexíkó, Belís, Kosta Ríka og Kúbu. Við pössuðum skjaldbökuegg, lærðum spænsku og æfðum okkur á brimbretti. Það er nú agalegt að segja frá því að í dag er ég hvorki góð í spænsku né á brimbretti, en gleðin var svo sannarlega til staðar á þessum slóðum heimsins.

Litadýrðin, tónlistin, strendurnar, náttúran og síðast en ekki síst fólkið var alveg dásamlegt. Það sem stóð mest upp úr var Kosta Ríka, en mér leið einstaklega vel þar enda mjög friðsælt land og fólkið með eindæmum elskulegt.

Þegar heimamenn í Kosta Ríka heilsast þá segja þau yfirleitt „Pura Vida“ eða „hreint líf“ og vísa þar með í vilja sinn til þess að lifa lífinu til fulls með því að njóta hvers dags. Mér fannst meiriháttar að verða vitni að því að heil þjóð kjósi sér slagorð sem þetta.“

Ótrúlegt sjónarspil í Panama sem er syðsta landið í Mið-Ameríku.
Ótrúlegt sjónarspil í Panama sem er syðsta landið í Mið-Ameríku.

Hver er uppáhaldsborgin þín í Evrópu?

„Ég er satt að segja miklu meira náttúrubarn en borgarbarn, svo ég er mun meira að vesenast í minni bæjum, sveitum, eyjum og á fjöllum. En ég á mér tvær uppáhaldsborgir í Evrópu.

Annars vegar er það Dyflin í Írlandi þar sem mér finnst hún svo lifandi með allri sinni tónlist, sögu og fallegu byggingum. Þar að auki er hún passlega stór og stutt að komast út í náttúruna. Hins vegar er það Barcelona á Spáni. Hún er svo innilega fjölbreytt, falleg og skemmtileg. síðan er maturinn þar alveg frábær.“

En utan Evrópu?

„Ég verð að segja Hanoí í Víetnam og Havana á Kúbu. Þær eru svo hressilega öðruvísi og gefa manni gjörsamlega nýja sýn á heiminn sem við búum í. Þær lífsaðstæður sem við búum við á Íslandi eru svo sannarlega ekki sjálfgefnar.“

Perla heldur mikið upp á Havana, höfuðborg Kúbu.
Perla heldur mikið upp á Havana, höfuðborg Kúbu.

Besti matur sem þú hefur fengið á ferðalagi?

„Það verður að vera Jerk-kjúklingur sem ég fékk á pínulítilli eyju í Belís. Við biðum heillengi eftir þessum rétti, en hann átti að vera sá besti á eyjunni sem við vorum á, Caye Caulker. 

Þetta var líka svo eftirminnilegt atvik en fólkið sem var á undan okkur í röðinni varð eitthvað skúffað út í eyjaskeggjann sem átti sölubásinn og allt í einu voru þau öll farin að hnakkrífast. Við vorum að hugsa um að hætta við að panta og láta okkur hverfa, en ákváðum þó að bíða aðeins og sjá. Í dag er ég mjög ánægð með þá ákvörðun því þessi passlega kryddaði karabíski réttur sem við fengum var algjörlega magnaður.“

Hvernig ferðalögum ert þú hrifnust af?

„Ég er hrifnust af ferðalögum í náttúrunni. Ég elska til dæmis að ganga, hjóla, snorkla eða fara á kajak og njóta þess að vera langt frá mannabyggðum.

Ég er mikil ævintýramanneskja og elska að finna eitthvað sem er svolítið örðuvísi, en aðalatriðið er þó að ég komist í snertingu við náttúruna. Svo verð ég að viðurkenna að ég elti sólina oft á ferðalögum mínum, Íslendingurinn sem ég er!“

Alsæl í sólinni á Ítalíu.
Alsæl í sólinni á Ítalíu.

Hvenær fékkst þú áhuga á göngum?

„Ætli það séu ekki komin 7 til 8 ár síðan. Vinir okkar drógu okkur með í þriggja daga göngu á Víknaslóðir á Austfjörðum, og þá var ekki aftur snúið. Það er alveg með ólíkindum hvað það gefur manni mikið að sigra sjálfan sig í krefjandi aðstæðum og gefast ekki upp – ég tala nú ekki um þegar þú ert í fallegri náttúru og úrvals félagsskap.“

Hver er uppáhaldsgönguleiðin þín á Íslandi?

„Kristínartindar í Skaftafelli. Sú leið hefur fjörsamlega allt sem göngufólki dreymir um – jöklasýn, þéttan birkiskóg, fossa, fáfarnar slóðir, útsýni yfir hæsta tind landsins sem og jökulár og svarta sanda svo langt sem augað eygir. 

Gönguleiðin er hringur sem byrjar og endar við upplýsingamiðstöðina í Skaftafelli og leiðin er breytileg allan tímann.“

En í Evrópu?

„Ætli það sé ekki leiðin sem liggur á milli tveggja hæstu tinda Madeiraeyja, eldfjallaeyju í Atlantshafinu sem tilheyrir Portúgal. Tindarnir heita Pico de Arieiro og Pico Ruivo. Mér fannst þetta ótrúlega fjölbreytt ganga og útsýnið hreint út sagt magnað. Við lögðum af stað við sólarupprás sem gerði þetta ennþá ævintýralegra.“

Eins og sést er útsýnið ekki af verri endanum og …
Eins og sést er útsýnið ekki af verri endanum og veðrið dásamlegt.

En utan Evrópu?

„Sinai-fjall í Egyptalandi. Í Biblíunni segir að þar hafi Móses tekið á móti sjálfum boðorðunum tíu, en við gengum þarna upp á jóladag með úlföldum og leiðsögumanni frá þessum slóðum. Ógleymanlegur dagur í alla staði.“

Það var mikil upplifun að fara í göngu í Egyptalandi …
Það var mikil upplifun að fara í göngu í Egyptalandi á jóladag.

Hvað er það sem gerir gönguferðir meira spennandi en önnur ferðalög?

„Það er nálægðin við náttúruna sem er svo ofboðslega nærandi. Við manneskjurnar þurfum einfaldlega á þessari náttúrutengingu að halda þar sem hún ýtir undir vellíðan og lífsfyllingu. 

Síðan er eitthvað við það að gera krefjandi hluti og taka vel á því. Hreyfing í fallegri náttúru er í raun alveg stórkostleg blanda. Við upplifum svo margt fallegt og við sigrum sjálf okkar í leiðinni.“

Að mati Perlu er fátt betra en að stunda hreyfingu …
Að mati Perlu er fátt betra en að stunda hreyfingu í náttúrunni.

Hvert ætlar þú að ferðast í sumar og haust?

„Ég er svo heppin að fá að vera fararstýra í tveimur spennandi hreyfiferðum á vegum Bændaferða í Evrópu í haust. Önnur af þeim er þriggja landa ganga við Adríahafið um Slóveníu, Ítalíu og Króatíu. Hin er gönguferð í Toskana á Ítalíu.

Ég get hreinlega ekki beðið. Ég hef gengið á þessum slóðum á svipuðum tíma árs og mér finnst haustin vera nákvæmlega tíminn til þess að gera eitthvað þessu líkt. Veðrið er orðið aðeins tempraðra og áfangastaðirnir fámennari. Þetta verður veisla, vítamín og fjör!“

Perla er dugleg að deila ævintýralegum myndum frá ferðalögum sínum …
Perla er dugleg að deila ævintýralegum myndum frá ferðalögum sínum á Instagram undir notendanafninu @perlamagg.
mbl.is