Magga Pála í ævintýraför á Suðurpólnum

Skoðunarferðir | 3. febrúar 2024

Magga Pála í ævintýraför á Suðurpólnum

Margrét Pála Ólafsdóttir, betur þekkt sem Magga Pála, leikskólakennari og höfundur Hjallastefnunnar, er mikil ævintýrakona og elskar að eyða tíma úti í náttúrunni. Hún hefur verið á heljarinnar ferðalagi síðustu vikur, en undir lok síðasta árs lagði hún af stað í heimsreisu og er nú stödd á Suðurpólnum ásamt stórum hópi fólks. Þau sigla um borð í Le Commandand Charcot. 

Magga Pála í ævintýraför á Suðurpólnum

Skoðunarferðir | 3. febrúar 2024

Margrét Pála er stödd í heimsreisu.
Margrét Pála er stödd í heimsreisu. Samsett mynd

Margrét Pála Ólafsdóttir, betur þekkt sem Magga Pála, leikskólakennari og höfundur Hjallastefnunnar, er mikil ævintýrakona og elskar að eyða tíma úti í náttúrunni. Hún hefur verið á heljarinnar ferðalagi síðustu vikur, en undir lok síðasta árs lagði hún af stað í heimsreisu og er nú stödd á Suðurpólnum ásamt stórum hópi fólks. Þau sigla um borð í Le Commandand Charcot. 

Margrét Pála Ólafsdóttir, betur þekkt sem Magga Pála, leikskólakennari og höfundur Hjallastefnunnar, er mikil ævintýrakona og elskar að eyða tíma úti í náttúrunni. Hún hefur verið á heljarinnar ferðalagi síðustu vikur, en undir lok síðasta árs lagði hún af stað í heimsreisu og er nú stödd á Suðurpólnum ásamt stórum hópi fólks. Þau sigla um borð í Le Commandand Charcot. 

Magga Pála hefur verið dugleg að birta magnaðar myndir og færslur á Instagram sem sýna lífið á Suðurpólnum, en hún hefur meðal annars heilsað upp á mörgæsir og seli og dáðst af þessu ólýsanlega umhverfi sem umvefur hana alla daga. 

„Þá er það skýrsla tveggja daga þar sem veður og vindar hafa skemmt sér ágætlega. Hluti þilfars aðgengilegur og ég mismunaði mér út um einu, opnu dyrnar og umfaðmaði rokið. Stímdi svo fram í stefnið og rokið og - fékk brimgusurnar yfir mig; koll af kolli nema þær höfðu aðeins minn eina koll til að taka á móti ósköpunum. Sjávardrífan var eins og veggur fyrir framan mig, útsýni ekkert og ég orðin holdvot þegar ég komst fyrir hornið og í var. Enginn á ferðinni þannig að ég gat sopið hveljur, flissað og hrist mig eins og hundur af sundi dregin. Í friði fyrir öllu nema fyrir höfuðskepnunum. Hvílík gleðiæfing og kátínukvak sem fylgir fjöri lífsins. En - verið rólegt um borð og samverurýmin tómleg, starfsfólk dundar sér við lítilræði eins og að flytja flygil og sópa upp upp mat og diskum og almennum máltíðaramboðum sem hafa farið á flug. Þeim fellur vart verk úr hendi hvernig sem veröldin velkist. Svo er okkur skemmt með fyrirlestrum, tveir að baki og einn framundan framundan. Þetta er lífið, elsku fólk,“ segir Magga Pála á Facebook-síðu sinni. 





mbl.is