Þrítugsafmælisgjöfin var grand-ferð til Abu Dhabi

Skoðunarferðir | 15. febrúar 2024

Þrítugsafmælisgjöfin var grand-ferð til Abu Dhabi

Andrea Röfn Jónasdóttir, viðskiptafræðingur og samfélagsmiðlastjarna, kom eiginmanni sínum, knattspyrnumanninum Arnóri Ingva Traustasyni, heldur betur á óvart í tilefni af þrítugsafmæli hans. Hjónin skelltu sér í ógleymanlega ævintýraferð til Abu Dhabi þar sem þau fylgdust meðal annars með kappaksturskeppni Grand Prix sem fram fór í borginni, en Arnór er mikill aðdáandi Formúlu 1. 

Þrítugsafmælisgjöfin var grand-ferð til Abu Dhabi

Skoðunarferðir | 15. febrúar 2024

Hjónin nutu lífsins.
Hjónin nutu lífsins. Samsett mynd

Andrea Röfn Jónasdóttir, viðskiptafræðingur og samfélagsmiðlastjarna, kom eiginmanni sínum, knattspyrnumanninum Arnóri Ingva Traustasyni, heldur betur á óvart í tilefni af þrítugsafmæli hans. Hjónin skelltu sér í ógleymanlega ævintýraferð til Abu Dhabi þar sem þau fylgdust meðal annars með kappaksturskeppni Grand Prix sem fram fór í borginni, en Arnór er mikill aðdáandi Formúlu 1. 

Andrea Röfn Jónasdóttir, viðskiptafræðingur og samfélagsmiðlastjarna, kom eiginmanni sínum, knattspyrnumanninum Arnóri Ingva Traustasyni, heldur betur á óvart í tilefni af þrítugsafmæli hans. Hjónin skelltu sér í ógleymanlega ævintýraferð til Abu Dhabi þar sem þau fylgdust meðal annars með kappaksturskeppni Grand Prix sem fram fór í borginni, en Arnór er mikill aðdáandi Formúlu 1. 

Andrea birti skemmtilega myndaseríu sem sýndi frá ferðalagi hjónanna á Instagram. Þar þakkaði hún foreldrum sínum fyrir að hugsa um börn þeirra, en þetta var fyrsta paraferð Andreu og Arnórs síðan 2017. 

„Abu Dhabi Grand Prix. Þrítugsafmælisgjöfin til Arnórs og núna elska ég F1 næstum því jafnmikið og hann. Fullkomin ferð og „shoutout“ á mömmu og pabba sem pössuðu börnin okkar svo við kæmumst í fyrstu paraferðina síðan 2017,“ skrifaði Andrea við færsluna.

View this post on Instagram

A post shared by Andrea Röfn (@andrearofn)

mbl.is