Lonely Planet fjallar um verk Gígju

Hreyfiferðir | 14. apríl 2024

Lonely Planet fjallar um verk Gígju

Á dögunum tók stærsti ferðabókaframleiðandi í heimi, Lonely Planet, viðtal við ljósmyndarann Gígju Einarsdóttur þar sem meðal annars er fjallað um verk hennar og sérstöðu íslenska hestsins. 

Lonely Planet fjallar um verk Gígju

Hreyfiferðir | 14. apríl 2024

Ljósmyndarinn Gígja Einarsdóttir er hestakona af lífi og sál.
Ljósmyndarinn Gígja Einarsdóttir er hestakona af lífi og sál. Ljósmynd/Gígja Einarsdóttir

Á dögunum tók stærsti ferðabókaframleiðandi í heimi, Lonely Planet, viðtal við ljósmyndarann Gígju Einarsdóttur þar sem meðal annars er fjallað um verk hennar og sérstöðu íslenska hestsins. 

Á dögunum tók stærsti ferðabókaframleiðandi í heimi, Lonely Planet, viðtal við ljósmyndarann Gígju Einarsdóttur þar sem meðal annars er fjallað um verk hennar og sérstöðu íslenska hestsins. 

Gígja hefur á undanförnum árum fangað stórkostleg augnablik af íslenska hestinum á filmu sem hafa vakið heimsathygli.

Með eldgosið í bakgrunni

Í viðtalinu, sem Lonely Planet birti á Instagram-síðu sinni, fá áhorfendur að kynnast Gígju og starfi hennar sem ljósmyndari. Þá er sérstök athygli vakin á mögnuðum ljósmyndum sem Gígja tók af tveimur stóðhestum með eldgosið við Fagradalsfjall í bakgrunni. 

Lonely Planet birti svo annað myndband á Instagram-síðu sinni þar sem íslenski hesturinn er kynntur fyrir áhorfendum. 

mbl.is