5 best geymdu leyndarmál Kaliforníu

Hreyfiferðir | 10. mars 2024

5 best geymdu leyndarmál Kaliforníu

Kalifornía í Bandaríkjunum er heillandi áfangastaður sem býður upp á fjölbreytt landslag, töfrandi strendur og ævintýraleg sólsetur sem hafa heillað ófáa ferðalanga í gegnum tíðina. 

5 best geymdu leyndarmál Kaliforníu

Hreyfiferðir | 10. mars 2024

Á listanum eru fimm spennandi staðir sem vert er að …
Á listanum eru fimm spennandi staðir sem vert er að heimsækja í Kaliforníu. Samsett mynd

Kalifornía í Bandaríkjunum er heillandi áfangastaður sem býður upp á fjölbreytt landslag, töfrandi strendur og ævintýraleg sólsetur sem hafa heillað ófáa ferðalanga í gegnum tíðina. 

Kalifornía í Bandaríkjunum er heillandi áfangastaður sem býður upp á fjölbreytt landslag, töfrandi strendur og ævintýraleg sólsetur sem hafa heillað ófáa ferðalanga í gegnum tíðina. 

Þekktustu áfangastaðir fylkisins eru án efa Los Angeles og San Fransisco, en það eru þó ekki einu staðirnir sem vert er að heimsækja enda er Kalifornía þriðja stærsta fylki Bandaríkjanna og er 424 þúsund ferkílómetrar að stærð. 

Ferðavefur Travel and Leisure tók á dögunum saman lista yfir best geymdu leyndarmál Kaliforníu sem gætu átt heima á laupalista (e. bucket list) þínum. 

Lost Coast

Lost Coast er í um fimm klukkustunda akstursfjarlægð frá San Fransisco og er sannkölluð göngu- og útivistaparadís fyrir vana göngugarða. Strandlengjan einkennist af villtu og ósnortnu landslagi, en það er vinsælt að taka þrjá til fjóra daga í að ganga meðfram ströndinni og tjalda á fallegum stöðum sem þar finnast. 

Lost Coast er draumur fyrir vana göngugarpa.
Lost Coast er draumur fyrir vana göngugarpa. Ljósmynd/Unsplash/Mick Kirchman

Mono-vatn

Í austurhluta Kaliforníu finnur þú forna saltvatnið Mono-vatn. Sérstakar kalksteinsmyndanir skera skapa ótrúlegt sjónarspil yfir vatnið, en það er einnig spennandi fuglalíf sem gaman er að kanna. 

Magnað sjónarspil við Mono Lake að næturlagi.
Magnað sjónarspil við Mono Lake að næturlagi. Ljósmynd/Unsplash/Casey Horner

Salton Sea

Salton Sea er stærsta stöðuvatn Kaliforníu og var eitt sinn vinsæll staður meðal Hollywood-stjarna á borð við Frank Sinatra og Bin Crosby. Í dag er staðurinn að mestu yfirgefinn og vatnið of mengað til að synda í – það er meira að segja strönd við vatnið sem er þakin í leifum dauðra fiska.

Salton Sea er staður með áhugaverða sögu.
Salton Sea er staður með áhugaverða sögu. Ljósmynd/Unsplash/Alexander Ramirez

Point Reyes

Í um klukkustunda akstursfjarlægð frá San Fransisco finnur þú töfrandi stað – Point Rayers. Þar er mikið af villtum blómum og spennandi dýralífi, en þaðan er einnig magnað útsýni yfir Kyrrahafið. 

Point Reyes er fullkominn staður til að njóta sólarlagsins.
Point Reyes er fullkominn staður til að njóta sólarlagsins. Ljósmynd/Unsplash/Sammie Chaffin

Shasta-vatnið

Shasta-vatn er sannkölluð útivistarparadís. Það er mælt með að ævintýrafólk bóki sér gistingu í húsbát á lóninu og njóti þess besta sem vatnið hefur upp á að bjóða – sund, vatnsskíði, veiði, þotuskíði og fleira. Í kringum vatnið eru svo skemmtilegar gönguleiðir fyrir hressa göngugarpa og stórbortið útsýni. 

Shasta Lake er algjör útivistarperla.
Shasta Lake er algjör útivistarperla. Ljósmynd/Unsplash/Michael Louie
mbl.is