Öðruvísi útilega fyrir ævintýrafólk

Fjallganga | 12. desember 2023

Öðruvísi útilega fyrir ævintýrafólk

Í Tyssedal í Noregi er boðið upp á frekar óhefðbundna gistingu í tjaldi sem hangir fram af kletti í 400 metra hæð. 

Öðruvísi útilega fyrir ævintýrafólk

Fjallganga | 12. desember 2023

Þessi gisting er ekki fyrir lofthrædda!
Þessi gisting er ekki fyrir lofthrædda! Samsett mynd

Í Tyssedal í Noregi er boðið upp á frekar óhefðbundna gistingu í tjaldi sem hangir fram af kletti í 400 metra hæð. 

Í Tyssedal í Noregi er boðið upp á frekar óhefðbundna gistingu í tjaldi sem hangir fram af kletti í 400 metra hæð. 

„Fólk sefur kannski ekki endilega mjög vel þegar það hangir þarna fyrir ofan fjörðinn, en við skulum vera hreinskilin, þessi upplifun snýst ekki um svefn. Og þegar allt kemur til alls geturðu sofið vel einhverja aðra nótt,“ stendur um gistinguna á bókunarsíðu Airbnb.

Hvert tjald rúmar tvo gesti og býður upp á ótrúlegt útsýni yfir töfrandi fjallalandslag í kring. Allt í kring eru ævintýralegar gönguleiðir og er svæðið því tilvalið fyrir útivistarfólk sem langar að prófa eitthvað nýtt. 

Ekki fyrir lofthrædda

Gestir fá allan nauðsynlegan búnað með tjaldinu – þar af eru klifurbelti, hjálmur, útvarp til að hringja í leiðsögumenn, svefnmottur, kodda, hlýja svefnpoka, kaffi, te, heitt súkkulaði, snarl, kvöldverð og morgunverð. Þá kemur einnig fram að gestir þurfti alltaf að vera með öryggisbelti þegar þeir eru nálægt klettinum eða í tjaldinu, jafnvel þegar þeir eru sofandi. 

Til þess að komast í tjaldið nota gestir kaðlastiga og því er mælt gegn því að lofthræddir gisti í tjöldunum, en fyrir þá sem kjósa það er einnig boðið upp á gistingu í tjaldi á jörðinni. Nóttin í tjaldinu með öllu kostar 539 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmum 75 þúsundum króna.

Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is