Neitaði að spenna barnið sitt í belti fyrir flugtak og lendingu

Furðulegt á ferðalögum | 30. júní 2023

Neitaði að spenna barnið sitt í belti fyrir flugtak og lendingu

Farþegi í flugi á leið frá Grikklandi til Manchester neitaði að spenna barnið sitt í belti fyrir bæði flugtak og lendingu. Þetta olli bæði seinkun á fluginu og miklum pirringi meðal annarra farþega. 

Neitaði að spenna barnið sitt í belti fyrir flugtak og lendingu

Furðulegt á ferðalögum | 30. júní 2023

Samsett mynd

Farþegi í flugi á leið frá Grikklandi til Manchester neitaði að spenna barnið sitt í belti fyrir bæði flugtak og lendingu. Þetta olli bæði seinkun á fluginu og miklum pirringi meðal annarra farþega. 

Farþegi í flugi á leið frá Grikklandi til Manchester neitaði að spenna barnið sitt í belti fyrir bæði flugtak og lendingu. Þetta olli bæði seinkun á fluginu og miklum pirringi meðal annarra farþega. 

Fram kemur á vef Daily Mail að vélin hafi átt að leggja af stað frá Kos í Grikklandi klukkan 13:15. Hins vegar fór vélin ekki í loftið fyrr en rúmum sex klukkustundum síðar.  Einn farþegi um borð í vélinni sagði í samtali við Manchester Evening News að konan hefði neitað að spenna barnið sitt í belti af því þau væru „hrædd“ sem varð til þess að flugvélin gat ekki farið í loftið. 

„Hún gerði það á endanum og við lögðum af stað. Þegar við vorum komin upp í loftið virtist allt vera í lagi og það heyrðist ekki tíst út úr þeim,“ sagði farþeginn og bætti við að vegna seinkunarinnar hafi margir verið í vondu skapi. 

„Fyrir lendingu fór starfsfólkið hring og athugaði með beltin og hún öskraði og sagðist ekki ætla að spenna barnið sitt og að hún væri dauðhrædd,“ bætti farþeginn við. 

Þetta varð til þess að flugvélin gat ekki lent og hringsólaði því yfir Peak District í dágóðan tíma. Þegar flugvélin var svo loksins lent fylgdu lögreglumenn konunni úr flugvélinni. 

mbl.is