Ferðamönnum kennt um þöggun klukkuturns

Ítalía | 7. ágúst 2023

Ferðamönnum kennt um þöggun klukkuturns

Aldagamall klukkuturn í bænum Pienza á Ítalíu verður nú þögull á milli klukkan tíu á kvöldin og sjö á morgnana, eftir ítrekaðar kvartanir frá erlendum gestum. Íbúar ítalska bæjarins segjast hins vegar ekki geta sofið án klukkuhljómsins og kenna því ferðamönnum um örlög turnsins.

Ferðamönnum kennt um þöggun klukkuturns

Ítalía | 7. ágúst 2023

Klukkuturninn í ítalska bænum Pienza þykir of hávær að mati …
Klukkuturninn í ítalska bænum Pienza þykir of hávær að mati ferðamanna. Pixabay/Rossano Valeri

Aldagamall klukkuturn í bænum Pienza á Ítalíu verður nú þögull á milli klukkan tíu á kvöldin og sjö á morgnana, eftir ítrekaðar kvartanir frá erlendum gestum. Íbúar ítalska bæjarins segjast hins vegar ekki geta sofið án klukkuhljómsins og kenna því ferðamönnum um örlög turnsins.

Aldagamall klukkuturn í bænum Pienza á Ítalíu verður nú þögull á milli klukkan tíu á kvöldin og sjö á morgnana, eftir ítrekaðar kvartanir frá erlendum gestum. Íbúar ítalska bæjarins segjast hins vegar ekki geta sofið án klukkuhljómsins og kenna því ferðamönnum um örlög turnsins.

Í viðtali við Telegraph segir bæjarstjóri Pienza, Manolo Garosi, að kvartanir hafi borist frá eigendum nokkurra gistiheimila bæjarins. Flest þeirra eru nálægt aðaltorginu og klukkuturninum sjálfum. Margar kvartanir hafa komið frá bandarískum ferðamönnum en þeir eru mun líklegri til þess að glíma við þotuþreytu en evrópskir ferðalangar.

Klukkur turnsins hafa í gegnum aldirnar hringt á hálftíma fresti og eru því stór hluti af sögu bæjarins. Margir á meðal hinna tvö þúsund íbúa bæjarins eru því mjög óánægðir með ákvörðunina. 

mbl.is