Sjö undur veraldar vekja alltaf undrun

Ítalía | 1. mars 2024

Sjö undur veraldar vekja alltaf undrun

Árið 2007 var tilkynnt um hin nýju sjö undur veraldar sem voru valin af almenningi. Ríflega 100 milljónir manna tóku þátt í kosningunni, en svissneski ævintýramaðurinn Bernard Weber stóð fyrir keppninni. 

Sjö undur veraldar vekja alltaf undrun

Ítalía | 1. mars 2024

Ótrúlegur heimur!
Ótrúlegur heimur! Samsett mynd

Árið 2007 var tilkynnt um hin nýju sjö undur veraldar sem voru valin af almenningi. Ríflega 100 milljónir manna tóku þátt í kosningunni, en svissneski ævintýramaðurinn Bernard Weber stóð fyrir keppninni. 

Árið 2007 var tilkynnt um hin nýju sjö undur veraldar sem voru valin af almenningi. Ríflega 100 milljónir manna tóku þátt í kosningunni, en svissneski ævintýramaðurinn Bernard Weber stóð fyrir keppninni. 

Valið stóð á milli sögulegra staða víðs vegar um heim, en nefnd fornleifafræðinga og arkitekta setti saman lista sem innihélt 21 „undur“. 

Þau sjö undur sem urðu fyrir valinu eru: Kínamúrinn, Inkaborgin Machu Picchu í Perú, grafhýsið Taj Mahal á Indlandi, Kristsstyttan í Rio de Janeiro í Brasilíu, Petra, forn borg í Jórdaníu, Maya-borgin Chichen Itzá í Mexíkó og hringleikahús skylmingarþrælanna í Róm, Colosseum. 

Kínamúrinn

Kínamúrinn var reistur til að verjast innrás Mongóla. Elstu hlutar múrsins eru frá fyrstu öldum fyrir Krist en mestur hluti múrsins sem stendur í dag er frá 15. öld. Múrinn er á norðurlandamærum Kína og gengur í austur og vestur. 

Kínamúrinn er mjög vinsæll ferðamannastaður í Kína og eitt þekktasta mannvirki landsins.

Kínamúrinn er hreint út sagt magnað mannvirki.
Kínamúrinn er hreint út sagt magnað mannvirki. Ljósmynd/Williams Olivieri

Machu Picchu

Machu Picchu, stundum kölluð „Týnda borg Inkanna“, var byggð um miðja 15. öld er veldi Inka stóð sem hæst. Borgin var yfirgefin 1572 í kjölfar spænska hernámsins. Machu Picchu stendur á fjallsbrún yfir Urumbamba-dalnum.

Inkaborgin forna hefur lengi verið aðdráttarafl ferðamanna. 

Inkaborgin dregur árlega til sín fjölda ferðamanna.
Inkaborgin dregur árlega til sín fjölda ferðamanna. Ljósmynd/Eddie Kiszka

Taj Mahal

Taj Mahal er grafhýsi úr hvítum marmara staðsett í borginni Agra á Norður-Indlandi. Hafist var handa við byggingu þess árið 1632 en það tók heil 15 ár að ljúka við verkefnið. Grafhýsið var reist fyrir stórmógúlinn Shah Jahan til minningar um eftirlætiseiginkonu hans Mumtaz Mahal. 

Grafhýsið er eitt af þekktustu verkum íslamskrar byggingarlistar og frægustu mannvirkjum heims.

Grafhýsið er aldeilis glæsilegt.
Grafhýsið er aldeilis glæsilegt. Ljósmynd/Jovyn Chamb

Kristsstyttan

Kristsstyttan, jafnan titluð „Frelsarinn“, hefur um langt skeið verið helsta kennileiti Rio de Janeiro og Brasilíu.

Hún var reist á árunum 1922 til 1931. Verkfræðingurinn Heitor de Silva Costa hannaði styttuna en hún var höggvin af fransk/pólska myndhöggvaranum Paul Landowski. 

Styttan er situr á toppi Corcovado-fjalls.
Styttan er situr á toppi Corcovado-fjalls. Ljósmynd/Raphael Nogueira

Petra

Petra er forn borg í Jórdaníu. Hún hefur hlotið viðurnefnið rósrauða borgin. Petra er að mestu höggvin inn í hamra austan Vadi Araba í S-Jórdaníu. Petra var höfuðborg Nabatea, arabísks þjóðflokks.

Svæðið er ólýsanlegt.
Svæðið er ólýsanlegt. Ljósmynd/Valdemaras D.

Chichen Itzá

Píramídiní Chichen Itzá var byggður einhvern tímann á milli 8. og 12. aldar e. Krist og var musteri guðsins Kukulkan sem var fiðraður snákur. Píramídinn sem er byggður í stöllum er 30 metrar á hæð með musterinu sem er á toppnum. Á hverri af fjórum hliðum hans er 91 þrep og efst er pallur. Samtals eru þrepin því 365 eða eitt fyrir hvern dag ársins.

Chichen Itzá er einn fjölsóttasti ferðamannastaður í heimi og vel þess virði að heimsækja. 

Chichen Itzá er eitt af undrum veraldar.
Chichen Itzá er eitt af undrum veraldar. Ljósmynd/Alex Azabache

Hringleikahúsið

Colosseum, hringleikahúsið í Róm, var reist á árunum 70 til 82 e. Krist. Vinna hófst við það undir stjórn Vespasíanusar keisara en Títus keisari vígði það árið 80 með hundrað daga kappleikjum. 

Hringleikahúsið tók 50.000 manns í sæti og var notað undir skemmtanir sem einkum fólust í bardögum milli dýra, dýra og manna eða manna eingöngu. Þar var barist til dauða við fögnuð viðstaddra. 

Hringleikahúsið í Róm var valinn vinsælasti ferðamannastaður ársins 2019. 

Hringaleikahúsið er vinsælt meðal ferðamanna.
Hringaleikahúsið er vinsælt meðal ferðamanna. Ljósmynd/Tommao Wang
mbl.is