Ferðaðist til allra landa í heiminum án þess að fara í flugvél

Furðulegt á ferðalögum | 26. júlí 2023

Ferðaðist til allra landa í heiminum án þess að fara í flugvél

Daninn Torbjørn Pedersen er kominn aftur til Danmerkur eftir tíu ára ferðalag um heiminn. Segist hann vera fyrstur til þess að heimsækja hvert land í heiminum í einni ferð án þess að fljúga. Lagði hann af stað í október 2013 og ferðaðist um heiminn með lestum, bátum, bílum og jafnvel fótgangandi. 

Ferðaðist til allra landa í heiminum án þess að fara í flugvél

Furðulegt á ferðalögum | 26. júlí 2023

Torbjørn Pedersen er kominn aftur heim eftir tíu ára ferðalag …
Torbjørn Pedersen er kominn aftur heim eftir tíu ára ferðalag um heiminn. AFP/James Brooks

Daninn Torbjørn Pedersen er kominn aftur til Danmerkur eftir tíu ára ferðalag um heiminn. Segist hann vera fyrstur til þess að heimsækja hvert land í heiminum í einni ferð án þess að fljúga. Lagði hann af stað í október 2013 og ferðaðist um heiminn með lestum, bátum, bílum og jafnvel fótgangandi. 

Daninn Torbjørn Pedersen er kominn aftur til Danmerkur eftir tíu ára ferðalag um heiminn. Segist hann vera fyrstur til þess að heimsækja hvert land í heiminum í einni ferð án þess að fljúga. Lagði hann af stað í október 2013 og ferðaðist um heiminn með lestum, bátum, bílum og jafnvel fótgangandi. 

Síðasta landið var Maldíveyjar, sem hann heimsótti í maí síðastliðnum, en hann steig á land í Árósum í vikunni eftir að hafa fengið far með gámaskipi. Í viðtali við AFP lýsti Pedersen endurkomunni sem ljúfsárri þar sem hann hafi dreymt lengi um að komast heim en á sama tíma kvíðir hann framtíðinni. 

Tók lengri tíma en áætlað var

Innblásturinn að ferðalaginu kom frá grein sem faðir Pedersen sendi á hann. Í upphafi reiknaði hann með því að ferðalagið tæki að hámarki fjögur ár. Á endanum tók það hins vegar tíu ár fyrir hann að komast út um allan heim án þess að stíga upp í flugvél.

Kórónuveirufaraldurinn hafði sitt að segja en Pedersen var fastur í Hong Kong í tvö ár, eftir að hafa farið þangað frá Míkrónesíu árið 2020. Eftir að landamæri Hong Kong voru opnuð á ný hélt hann ferð sinni áfram í gegnum Eyjaálfu.

Gifti sig á meðan ferðalaginu stóð

Þrátt fyrir landfræðilega fjarlægð hefur Pedersen náð að halda sambandi sínu við konu sína gangandi. Ferðaðist hún 27 sinnum til hans á þeim tíu árum sem ferðalagið tók og í tíundu ferð hennar bað hann hennar. Vegna kórónuveirufaraldursins neyddust þau hins vegar til að gifta sig í netheimum. Segir hún að hún hafi dáðst að hugrekki og þrjósku hans en hlakki til að fá hann aftur heim og lifa hefðbundnu lífi með honum.

mbl.is