Staðirnir sem þú verður að ferðast til árið 2024

Borgarferðir | 1. janúar 2024

Staðirnir sem þú verður að ferðast til árið 2024

Árið 2024 er gengið í garð og ekki seinna vænna en að byrja að skipuleggja ferðaárið. Viltu fara í ævintýraferð? Skoða framandi menningu? Fara í venjulega borgarferð? Eða ferð til þess að slaka á? Það er allt hægt ef ferðaárið 2024 er enn óskipulagt. 

Staðirnir sem þú verður að ferðast til árið 2024

Borgarferðir | 1. janúar 2024

Draumastaðirnir 2024.
Draumastaðirnir 2024. Samsett mynd

Árið 2024 er gengið í garð og ekki seinna vænna en að byrja að skipuleggja ferðaárið. Viltu fara í ævintýraferð? Skoða framandi menningu? Fara í venjulega borgarferð? Eða ferð til þess að slaka á? Það er allt hægt ef ferðaárið 2024 er enn óskipulagt. 

Árið 2024 er gengið í garð og ekki seinna vænna en að byrja að skipuleggja ferðaárið. Viltu fara í ævintýraferð? Skoða framandi menningu? Fara í venjulega borgarferð? Eða ferð til þess að slaka á? Það er allt hægt ef ferðaárið 2024 er enn óskipulagt. 

Architectural Digest, eitt virtasta hönnunartímarit í heimi, tók saman heitustu staðina árið 2024 og þó svo að Ísland sé ekki á listanum er ekki annað hægt en að taka mark á listanum. 

Hvernig hljómar ferð til eftirfarandi staða?

Srí Lanka

Fólk horfir oft fram hjá Srí Lanka á kortinu og setur frekar stefnuna til Indlands. Srí Lanka er land sem er stútfullt af fallegri náttúru og menningu. Það er bæði hægt að njóta í skóginum og fara á ströndina. 

Lest í Srí Lanka.
Lest í Srí Lanka. Ljósmynd/Unsplash.com/Hendrik Cornelissen

Antwerpen í Belgíu 

Prófaðu Antwerpen í staðinn fyrir Brussel. Borgin er þekkt fyrir lifandi listalíf, fallega hönnun og góðan mat. 

Antwerpen í Belgíu.
Antwerpen í Belgíu. Ljósmynd/Unslpash.com/Ernest Ojeh

Suðureyja Nýja Sjálands

Landslagið á Suðureyju Nýja-Sjálands er guðdómlegt. Þar er að finna ótrúlega falleg vötn, firði og fjallgarða. 

Vatnið Matheson á Suðureyju Nýja-Sjálands.
Vatnið Matheson á Suðureyju Nýja-Sjálands. Ljósmynd/Unslpash.com/Gurpreet Singh

Detroit í Bandaríkjunum

Bílaborgin hefur gengið í gegnum endurnýjun og er nú verið að vinna í því að gera Detroit að spennandi áfangastað. 

Útsýnið yfir miðbæ Detroit út um gluggann á 25. hæð …
Útsýnið yfir miðbæ Detroit út um gluggann á 25. hæð Hollywood Casino-hótelsins. mbl.is/Árni Sæberg

Singapore

Hönnunarvikan í Singapore í október er ein mest spennandi vika ársins. Singapore er staður þar sem hægt er að skoða framúrstefnulega hönnun en um leið slaka á og njóta lífsins. 

Flugvöllur í Singapore er einn sá flottasti.
Flugvöllur í Singapore er einn sá flottasti.

Rúanda

Það þurfa allir að prófa að fara í safarí og það er hægt í Rúanda. Í landinu er meðal annars hægt að komast í návígi við górillur í þeirra náttúrulega umhverfi. 

Dýralífið heillar í Rúanda.
Dýralífið heillar í Rúanda. Ljósmynd/Unsplash.com/Paul Longhurst

Lundúnir í Englandi

Það er alltaf góð ástæða til þess að heimsækja Lundúnir. Þar er eitthvað fyrir alla, sérstaklega þá sem elska góða hönnun. 

Lundúnir.
Lundúnir. AFP

Istanbúl í Tyrklandi

Istanbúl er eina borgin sem er bæði í Evrópu og Asíu. Það er upplifun að koma til Istanbúl þar sem hið nýja og gamla mætast. 

Istanbúl.
Istanbúl. AFP

Casablanca í Marokkó

Þegar kemur að Marokkó eiga Marrakess og Tangier það til að stela senunni. Borgin Casablanca er líklega þekktust fyrir samnefnda mynd sem Humphrey Bogart og Ingrid Bergman léku í. 

Casablanca.
Casablanca. Ljósmynd/Unsplash.com/Hans-Jurgen Weinhardt-

París í Frakklandi

París er alltaf dásamleg. Næsta sumar fara sumarólympíuleikarnir fram í París og þá verður enn þá meira fjör í borginni. Ef íþróttirnar heilla ekki er borgin líka ein helsta tískuborg í heimi og ein sú rómantískasta. 

Eiffel-turninn er í París.
Eiffel-turninn er í París. Ljósmynd/Unsplash/Elina Sazonova

Mazunte í Mexíkó

Mazunte er strandbær í Mexíkó. Staðurinn er algjör draumur og verður ekki fullur af ferðamönnum eins og margir staðir í Mexíkó. 

Mazunte í Mexíkó.
Mazunte í Mexíkó. Ljósmynd/Unsplash.com/Ara CG

Seúl í Suður-Kóreu

Seúl er höfuðborg Suður-Kóreu. Borgin er svo töff að tískuhúsið Gucci ákvað að halda tískusýningu þar. Það segir eitthvað! Þar er líka nóg um að vera og listasöfn á heimsmælikvarða að finna. 

Ljósmynd/Unsplash.com/Mathew Schwartz

Opatija í Króatíu

Opatija í Króatíu er lítill og fallegur bær og þangað koma margir sjófarendur. Þar er líka að finna frábærar stendur og fallegt umhverfi. Maturinn á svæðinu er sagður einstaklega góður. 

Opatija í Króatíu.
Opatija í Króatíu. Ljósmynd/Unsplash.com/Ozren Cuculic

São Paulo í Brasilíu

São Paulo er stærsta borg Brasilíu. Í borginni er falleg list og sérstaklega skemmtileg götulistaverk. 

São Paulo í Brasilíu.
São Paulo í Brasilíu. Ljósmynd/Unsplash.com/Bruno Thethe

Miami í Bandaríkjunum

Það er sól og strönd í Miami og allt sem Bandaríkin hafa upp á að bjóða. Fyrir þá sem vilja menningu þá hefur listalífið í Miami blómstrað á undanförnum árum. 

Miami kemur á óvart.
Miami kemur á óvart. AFP

München í Þýskalandi

München er stórskemmtileg borg en þangað þurfa allir að koma sem vilja upplifa alvöru Októberfest, borða góða pylsur og drekka mikið af bjór. 

München er skemmtileg borg.
München er skemmtileg borg. Ljósmynd/Unsplash.com/Ian Kelsall

Níkósía í Kýpur

Níkósía er höfuðborg Kýpur. Borgin er full af sögu en þrátt fyrir það ekki troðfull af ferðamönnum. Í borginni eru staðir sem eru á heimsminjaskrá Unesco. 

Níkósía í Kýp­ur.
Níkósía í Kýp­ur. Ljósmynd/Unsplash.com/Milos Lopusina

Kaíró í Egyptalandi

Kaíró er draumastaður margra enda eru fáir staðir í heiminum þar sem hægt er að skoða jafnmarga fornmuni og í Egyptalandi. 

Í grennd við Kaíró í Egyptalandi.
Í grennd við Kaíró í Egyptalandi. Ljósmynd/Unsplash/Spencer Davis

Philadelphia í Bandaríkjunum

Philadelphia er sjötta stærsta borg Bandaríkjanna. Borgin er orðin mjög svöl og algjörlega málið að gera sér ferð þangað. 

Philadelphia.
Philadelphia. Ljósmynd/Unsplash.com/Leo Serrat

Malta

Eyjan er lítil en afar skemmtilegt. Á Möltu er hægt að gera allt, skoða fornminjar, nútímalist og fara á ströndina. 

Malta er heillandi áfangastaður.
Malta er heillandi áfangastaður. Ljósmynd/Pixabay

San Diego í Bandaríkjunum og Tíjúana í Mexíkó

Sláðu tvær flugur í einu höggi og farðu til San Diego í Bandaríkjunum og svo yfir til Tijúana í Mexíó. Tijúana er í mexíkóska fylkinu Baja California. 

Tíjúana í Mexíkó.
Tíjúana í Mexíkó. Ljósmynd/Unsplash.com/Barbara Zandova

Kýótó í Japan

Kýótó í Japan er ein áhugaverðasta borg Japans. Í Kýótó er hægt að upplifa borgina úti á götu, skoða listasöfn, fara í japanskt leikhús eða skella sér á Nintendo-safnið. 

Kýótó í Japan.
Kýótó í Japan. Ljósmynd/Unsplash.com/Cosmin Georgian

Mallorca á Spáni

Mallorca þarf vart að kynna fyrir Íslendingum en þeir gleyma stundum eyjunni og fara til Tenerife. Það er um að gera að rifja upp kynnin við Mallorca á næsta ári. 

Palma-strönd á Mallorca, Spáni.
Palma-strönd á Mallorca, Spáni. AFP

Bútan

Bútan er lítið land en ótrúlega fagurt land. Það er þekkt fyrir landslagið enda staðsett hátt uppi í Himalaja­fjöll­um. Öllum sem líkar við ævintýri og fallega náttúru ættu að gera sér ferð þangað. 

Bútan.
Bútan. Ljósmynd/Unsplash.com/Mike Swigunski
mbl.is