Þetta eru Instagram-vænustu borgir heims

Borgarferðir | 16. júní 2023

Þetta eru Instagram-vænustu borgir heims

Margar stórborgir skarta sínu fegursta á sumrin, enda ófáir ferðalangar sem taka myndavélina upp og spreyta sig á ferðalögum sínum.

Þetta eru Instagram-vænustu borgir heims

Borgarferðir | 16. júní 2023

Á listanum eru 10 Instagram-vænustu borgir heims.
Á listanum eru 10 Instagram-vænustu borgir heims. Samsett mynd

Margar stórborgir skarta sínu fegursta á sumrin, enda ófáir ferðalangar sem taka myndavélina upp og spreyta sig á ferðalögum sínum.

Margar stórborgir skarta sínu fegursta á sumrin, enda ófáir ferðalangar sem taka myndavélina upp og spreyta sig á ferðalögum sínum.

Nýverið tók Travelbag saman gögn frá samfélagsmiðlunum Instagram og TikTok og skoðaði hvaða áfangastaðir bjóða ferðalöngum upp á fallegustu ferðamyndirnar. 

1. Lundúnir, Bretlandi

Lundúnir eru í fyrsta sæti, en samkvæmt gögnunum er borgin Instagram-vænasti áfangastaður heims. Á sumrin breytist borgin í græna og blómstrandi borg með mildu veðri.

Alls hafa yfir 161 þúsund notendur á Instagram sett myllumerki borgarinnar við mynd sína, en á TikTok hefur borgin fengið yfir 20,9 milljónir áhorfa.

Notting Hill-hverfið í Lundúnum.
Notting Hill-hverfið í Lundúnum. Ljósmynd/Unsplash/Pauline Loroy

2. París, Frakklandi

Það kemur líklega engum á óvart að París, borg ástarinnar, sé í öðru sæti. Það er ekki erfitt að heillast af borginni sem er full af töfrandi söfnum, fallegum arkitektúr og rómantískri stemningu.

Á Instagram hafa yfir 150 þúsund notendur sett myllumerki Parísarborgar við mynd sína á meðan fjöldi áhorfa á TikTok eru 13,7 milljónir.

Eiffelturninn er eitt þekktasta tákn Parísarborgar.
Eiffelturninn er eitt þekktasta tákn Parísarborgar. Ljósmynd/Unsplash/Datingjungle

3. Berlín, Þýskalandi

Þótt Berlín sé þekkt fyrir notalega vetrarstemningu og töfrandi jólamarkaði þá er borgin ekki síðri á sumrin.

Yfir 62 þúsund notendur hafa sett myllumerki Berlínar við mynd sína á Instagram og borgin hefur fengið yfir 4,9 milljónir áhorfa á TikTok.

Horft yfir lestarteina í Berlín.
Horft yfir lestarteina í Berlín. Ljósmynd/Unsplash/Marcus Lenk

4. Chicago, Bandaríkjunum

Á sumrin vaknar Chicago-borg til lífsins og býður ferðalöngum upp á sumarlegar matar- og tónlistarhátíðir, sólríka þakbari og blómstrandi garða.

Alls hafa yfir 60 þúsund notað myllumerki Chicago við myndir sínar á Instragram. Þá hefur borgin fengið yfir 16,1 milljón áhorf á TikTok.

Fallegur arkitektúr í Chicago.
Fallegur arkitektúr í Chicago. Ljósmynd/Unsplash/Chris Dickens

5. Seattle, Bandaríkjunum

Á vesturströnd Bandaríkjanna finnur þú hina skemmtilegu borg Seattle. Á sumrin er þægilegt hitastig sem fer upp í um 27°C, en þar er skemmtilegt að fara í bátsferðir, upplifa spennandi matarsenu og fara jafnvel í útsýnisferð í loftbelg.

Yfir 53 þúsund notendur hafa notað myllumerki borgarinnar við myndir sínar á Instagram, en á Tiktok eru áhorfin rúmlega 556 þúsund.

Sólsetur í Seattle.
Sólsetur í Seattle. Ljósmynd/Pexels/Chait Goli

6. Dúbaí, Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Dúbaí er hinn fullkomni áfangastaður fyrir þá sem kunna vel við hita, en yfir heitasta tímann getur verið gott að vera við ströndina til þess að fá hafgoluna. 

Á Instagram hafa yfir 50 þúsund notendur notað myllumerki Dúbaí við myndir sínar. Á TikTok eru áhorfin 12,2 milljónir talsins.

Í eyðimörkinni í Dúbaí.
Í eyðimörkinni í Dúbaí. Ljósmynd/Pexels/Rolando Brando

7. Sydney, Ástralíu

Það er nóg hægt að gera í Sydney, bæði yfir vetrar- og sumartímann. Á sumrin er hitastigið í kringum 35°C á meðan það er mildara á veturna, eða í kringum 20°C.

Yfir 43 þúsund hafa notað myllumerki borgarinnar við myndir sínar á Instagram á meðan fjöldi áhorfa á TikTok er yfir 890 þúsund.

Óperuhúsið í Sydney, Ástralíu.
Óperuhúsið í Sydney, Ástralíu. Ljósmynd/Unsplash/Jesse Hammer

8. New York, Bandaríkjunum

Það kemur engum á óvart að New York-borg sé á listanum, enda með fallegustu borgum heims. 

Á Instagram hafa yfir 34 þúsund notendur notað myllumerki New York-borgar við myndir sínar. Þá eru áhorfin á TikTok 52,3 milljónir talsins.

Fallegt útsýni yfir New York-borg.
Fallegt útsýni yfir New York-borg. Ljósmynd/Pexels/Vinta Supply Co.

9. Miami, Bandaríkjunum

Miami er hin fullkomna borg til að heimsækja yfir sumartímann, enda einkennist hún af hvítum sandströndum, hlýjum sjónum og djörfu næturlífi.

Yfir 33 þúsund notendur hafa notað myllumerki Miami á Instagram, en fjöldi áhorfa á TikTok eru 1,4 milljónir.

Miami-strönd er vinsæll áfangastaður.
Miami-strönd er vinsæll áfangastaður. Ljósmynd/Unsplash/Marcus Lenk

10. Melbourne, Ástralíu

Melbourne í Ástralíu er þekkt fyrir magnaða matarsenu og ætti því að hitta beint í mark hjá matgæðingum. 

Á Instagram hafa yfir 28 þúsund notendur notað myllumerki borgarinnar á meðan fjöldi áhorfa á TikTok er yfir 598 þúsund.

Einstakt útsýni frá ströndinni í Melbourne.
Einstakt útsýni frá ströndinni í Melbourne. Ljósmynd/Unsplash/Mwangi Gatheca
mbl.is