Seinfeld ber að ofan í Suður-Frakklandi

Stjörnur á ferð og flugi | 28. júní 2023

Seinfeld ber að ofan í Suður-Frakklandi

Íslensku áhrifavaldarnir eru ekki þeir einu sem njóta lífsins í Suður–Frakklandi um þessar mundir. Bandaríski grínistinn Jerry Seinfeld hefur verið að hafa það náðugt ásamt sínu allra nánasta á snekkju við strendur St. Tropez. 

Seinfeld ber að ofan í Suður-Frakklandi

Stjörnur á ferð og flugi | 28. júní 2023

Hjónin eru í fríi í Suður-Frakklandi.
Hjónin eru í fríi í Suður-Frakklandi. Samsett mynd

Íslensku áhrifavaldarnir eru ekki þeir einu sem njóta lífsins í Suður–Frakklandi um þessar mundir. Bandaríski grínistinn Jerry Seinfeld hefur verið að hafa það náðugt ásamt sínu allra nánasta á snekkju við strendur St. Tropez. 

Íslensku áhrifavaldarnir eru ekki þeir einu sem njóta lífsins í Suður–Frakklandi um þessar mundir. Bandaríski grínistinn Jerry Seinfeld hefur verið að hafa það náðugt ásamt sínu allra nánasta á snekkju við strendur St. Tropez. 

Myndir náðust af hinum 69 ára gamla Seinfeld berum að ofan, en hann klæddist einnig skemmtilega skrautlegri sundskýlu sem minnir helst á stillimynd Sjónvarpsins. 

Gríngoðsögnin virtist ekki í stuði til þess að dýfa sér í sjóinn en eiginkona grínistans, Jessica Seinfeld svamlaði tímunum saman í sjónum og snorklaði nálægt snekkjunni. 

Hjónin hafa verið gift frá árinu 1999 og eiga saman þrjú börn, Söschu, 22 ára, Julian, 20 ára og Shepard, 17 ára. 

mbl.is