Silfurrefur giftir sig á Kýpur

Stjörnur á ferð og flugi | 19. september 2023

Silfurrefur giftir sig á Kýpur

Silfurrefurinn Paul Hollywood, sem margir þekkja úr þáttunum The Great British Bake Off, mun ganga að eiga unnustu sína, Melissu Spalding, í vikunni á Kýpur. Parið mun ganga í það heilaga á sama stað og Hollywood kvæntist fyrrverandi eiginkonu sinni. 

Silfurrefur giftir sig á Kýpur

Stjörnur á ferð og flugi | 19. september 2023

Paul Hollywood er mjög vinsæll dómari í þáttunum The Great …
Paul Hollywood er mjög vinsæll dómari í þáttunum The Great British Bake Off. Samsett mynd

Silfurrefurinn Paul Hollywood, sem margir þekkja úr þáttunum The Great British Bake Off, mun ganga að eiga unnustu sína, Melissu Spalding, í vikunni á Kýpur. Parið mun ganga í það heilaga á sama stað og Hollywood kvæntist fyrrverandi eiginkonu sinni. 

Silfurrefurinn Paul Hollywood, sem margir þekkja úr þáttunum The Great British Bake Off, mun ganga að eiga unnustu sína, Melissu Spalding, í vikunni á Kýpur. Parið mun ganga í það heilaga á sama stað og Hollywood kvæntist fyrrverandi eiginkonu sinni. 

Sjónvarpsstjarnan, 57 ára, hefur verið í samband við Spalding, 39 ára, síðastliðin þrjú ár og er Hollywood sagður hafa farið á skeljarnar á síðasta ári. 

Verðandi hjónin eru mætt til Kýpur og samkvæmt heimildarmanni The Sun er von á 75 gestum og þar á meðal Prue Leith, meðdómara Hollywood úr The Great British Bake Off. Parið gistir á Anassa-hótelinu en þar mun sjálf athöfnin og veislan fara fram. 

Hollywood bjó í Kýpur á sínum yngri árum og starfaði á hótelinu sem yfirbakari, en þar kynntist hann fyrrverandi eiginkonu sinni, Alexöndru. Þau gengu í hjónaband árið 1998 en skildu árið 2017 þegar upp komst um framhjáhald sjónvarpsstjörnunnar. 

mbl.is