Kærir fyrrverandi eiginmanninn í annað skipti

Stjörnur skilja | 16. mars 2024

Kærir fyrrverandi eiginmanninn í annað skipti

Bandaríska söngkonan Kelly Clarkson hefur kært fyrrverandi eiginmann sinn, Brandon Blackstock, í annað sinn. Hún sakar hann um að hafa starfað sem umboðsmaður hennar án þess að vera með leyfi. 

Kærir fyrrverandi eiginmanninn í annað skipti

Stjörnur skilja | 16. mars 2024

Kelly Clarkson hefur kært fyrrverandi eiginmann sinn í annað sinn.
Kelly Clarkson hefur kært fyrrverandi eiginmann sinn í annað sinn. FRAZER HARRISON

Bandaríska söngkonan Kelly Clarkson hefur kært fyrrverandi eiginmann sinn, Brandon Blackstock, í annað sinn. Hún sakar hann um að hafa starfað sem umboðsmaður hennar án þess að vera með leyfi. 

Bandaríska söngkonan Kelly Clarkson hefur kært fyrrverandi eiginmann sinn, Brandon Blackstock, í annað sinn. Hún sakar hann um að hafa starfað sem umboðsmaður hennar án þess að vera með leyfi. 

Kæran var lögð fram í Los Angeles í Bandaríkjunum á mánudaginn að því er fram kemur á vef Page Six.

Í kærunni sakar hún Blackstock og umboðsfyrirtæki föður hans Narvel Blackstock, Starstruck Entertainment, um að hafa brotið reglur í vinnulöggjöf Kaliforníu með því að starfa sem „leyfislaus hæfileikaskrifstofa“ sem bókaði viðskiptasamninga fyrir hennar hönd frá árinu 2007. 

Stormasamur og langur skilnaður

Clarkson sótti um skilnað frá Blackstock sumarið 2020 eftir sjö ára hjónaband, en þau giftu sig árið 2013 og eiga saman tvö börn sem eru fædd árin 2014 og 2016. Skilnaðurinn var ansi stormasamur og lauk ekki fyrr en tæpum tveimur árum síðar, eða í mars 2022. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Clarkson kærir fyrrverandi eiginmann sinn, en á síðasta ári vann hún mál gegn Blackstock sem var fundinn sekur um að hafa rukkað hana of mikið og fékk hún 2,6 milljónir bandaríkjadala. 

mbl.is