Manganiello hefur tekið stórt skref fram á við

Stjörnur skilja | 14. febrúar 2024

Manganiello hefur tekið stórt skref fram á við

Leikarinn Joe Manganiello hefur tekið stórt skref fram á við í sambandi sínu við fyrirsætuna og leikkonuna, Caitlin O'Connor. Parið er byrjað að búa og yfir sig ástfangið, en örfáir dagar eru frá því að skilnaður Manganiello og leikkonunnar Sofíu Vergara fór í gegn.

Manganiello hefur tekið stórt skref fram á við

Stjörnur skilja | 14. febrúar 2024

Fluttur inn með nýju kærustunni.
Fluttur inn með nýju kærustunni. Samsett mynd

Leikarinn Joe Manganiello hefur tekið stórt skref fram á við í sambandi sínu við fyrirsætuna og leikkonuna, Caitlin O'Connor. Parið er byrjað að búa og yfir sig ástfangið, en örfáir dagar eru frá því að skilnaður Manganiello og leikkonunnar Sofíu Vergara fór í gegn.

Leikarinn Joe Manganiello hefur tekið stórt skref fram á við í sambandi sínu við fyrirsætuna og leikkonuna, Caitlin O'Connor. Parið er byrjað að búa og yfir sig ástfangið, en örfáir dagar eru frá því að skilnaður Manganiello og leikkonunnar Sofíu Vergara fór í gegn.

Bandaríski slúðurmiðillinn TMZ greindi frá tíðindum parsins á þriðjudag.

Manganiello, 47 ára, sást yfirgefa líkamsræktarstöð í Kaliforníu í september á síðasta ári ásamt O'Connor, 34 ára, og var það aðeins vikum eftir að fyrrverandi leikarahjónin tilkynntu um skilnað sinn. Parið opinberaði samband sitt á rauða dreglinum þremur mánuðum síðar. 

Manganiello og Vergara voru gift í sjö ár og er sagt að ágreiningur um barneignir hafi á endanum leitt til skilnaðar. 

mbl.is