Eiginmaðurinn misskildi innkaupalistann en sló í gegn á TikTok

Poppkúltúr | 13. febrúar 2024

Eiginmaðurinn misskildi innkaupalistann en sló í gegn á TikTok

Bandarísk kona, sem heldur úti TikTok-síðunni Jenn & Toni, gerði allt vitlaust á samfélagsmiðlinum nýverið þegar hún birti örstutt myndskeið af eiginmanni sínum að koma heim með vörur úr búðinni.

Eiginmaðurinn misskildi innkaupalistann en sló í gegn á TikTok

Poppkúltúr | 13. febrúar 2024

Það ríkir gleði og gaman á þessu heimili.
Það ríkir gleði og gaman á þessu heimili. Samsett mynd

Bandarísk kona, sem heldur úti TikTok-síðunni Jenn & Toni, gerði allt vitlaust á samfélagsmiðlinum nýverið þegar hún birti örstutt myndskeið af eiginmanni sínum að koma heim með vörur úr búðinni.

Bandarísk kona, sem heldur úti TikTok-síðunni Jenn & Toni, gerði allt vitlaust á samfélagsmiðlinum nýverið þegar hún birti örstutt myndskeið af eiginmanni sínum að koma heim með vörur úr búðinni.

Konan, sem var á blæðingum, hafði sent eiginmann sinn eftir dömubindum með vængjum (e. pads with wings) en þegar hann sneri heim úr innkaupaferðinni var greinilegt að hann hafði misskilið innkaupalista frúarinnar.

Eiginmaðurinn sést taka upp einn pakka af dömubindum, vængjalausum, og tvo kassa af ljúffengum kjúklingavængjum. Eiginkonan heyrist hlæja óstjórnlega á bak við myndavélina þegar hún sér hvað eiginmaðurinn keypti. 

Myndskeiðið sló rækilega í gegn á TikTok og hefur þegar hlotið tæplega fjórar milljónir áhorfa og á aðeins þremur dögum.

mbl.is