North West gefur út rappplötu

Poppkúltúr | 18. mars 2024

North West gefur út rappplötu

Hin tíu ára gamla dóttir Kanye West eða Ye eins og hann kýs að kalla sig og Kim Kardashian, North West, er að gefa út sína fyrstu plötu, Elementary School Dropout.

North West gefur út rappplötu

Poppkúltúr | 18. mars 2024

North West er elst af fjórum börnum Kim Kardashian og …
North West er elst af fjórum börnum Kim Kardashian og Kanye West. Samsett mynd

Hin tíu ára gamla dóttir Kanye West eða Ye eins og hann kýs að kalla sig og Kim Kardashian, North West, er að gefa út sína fyrstu plötu, Elementary School Dropout.

Hin tíu ára gamla dóttir Kanye West eða Ye eins og hann kýs að kalla sig og Kim Kardashian, North West, er að gefa út sína fyrstu plötu, Elementary School Dropout.

Elsta dóttir fyrrverandi stjörnuhjónanna greindi frá þessu er hún sótti Rolling Loud-tónlistarhátíðina á dögunum. Hún ræddi lítillega um plötuna í viðtali við Youtube-stjörnuna Jazzy sem heldur úti Youtube-rásinni Jazzy’s World TV.

„Platan verður frábær,“ sagði unga stúlkan, en svo virðist sem hún ætli sér að feta í fótspor föður síns með rappplötu.

West gaf litlar upplýsingar um plötuna en hún var spurð um útgáfudag og einnig hvort að faðir hennar kæmi fyrir á plötunni. West gaf óljós svör en viðurkenndi að hún væri að heiðra Kanye West og plötu hans, The College Dropout, sem fagnar 20 ára útgáfuafmæli í ár.

North West er ein af fjórum börnum Kanye West og Kim Kardashian. mbl.is