Fór á skeljarnar á heimavelli

Poppkúltúr | 14. mars 2024

Fór á skeljarnar á heimavelli

Ástralski knattspyrnumaðurinn Josh Cavallo trúlofaði sig á dögunum. Sá heppni heitir Leigton Morrell og er rafvirki. Parið greindi frá trúlofuninni á Instagram á miðvikudag. Cavallo, miðjumaður ástralska knattspyrnufélagsins Adelaide United, bað síns heittelskaða á heimavelli liðsins, Cooper Stadium. 

Fór á skeljarnar á heimavelli

Poppkúltúr | 14. mars 2024

Ástin er yndisleg!
Ástin er yndisleg! Skjáskot/Instagram

Ástralski knattspyrnumaðurinn Josh Cavallo trúlofaði sig á dögunum. Sá heppni heitir Leigton Morrell og er rafvirki. Parið greindi frá trúlofuninni á Instagram á miðvikudag. Cavallo, miðjumaður ástralska knattspyrnufélagsins Adelaide United, bað síns heittelskaða á heimavelli liðsins, Cooper Stadium. 

Ástralski knattspyrnumaðurinn Josh Cavallo trúlofaði sig á dögunum. Sá heppni heitir Leigton Morrell og er rafvirki. Parið greindi frá trúlofuninni á Instagram á miðvikudag. Cavallo, miðjumaður ástralska knattspyrnufélagsins Adelaide United, bað síns heittelskaða á heimavelli liðsins, Cooper Stadium. 

„Byrja árið með unnusta mínum. Hr. og Hr. von bráðar,“ skrifaði Cavallo við myndaseríuna. Knattspyrnumaðurinn þakkaði einnig deildarfélaginu fyrir alla aðstoðina og ómetanlegan stuðning síðastliðin ár. 

Heillaóskum hefur rignt yfir parið eftir að það tilkynnti um trúlofunina.

Kom út úr skápnum í áhrifaríku myndbandi

Cavallo kom út úr skápnum í nóvember 2021. Hann deildi áhrifaríku myndbandi sem birtist á Instagram og á Twitter-síðu ástralska deildarfélagsins.

„Ég er sam­kyn­hneigður knatt­spyrnumaður. Það hef­ur verið verðugt verk­efni að kom­ast á þann stað sem ég er í dag en ég gæti ekki verið ánægðari með þá ákvörðun mína að op­in­bera kyn­hneigð mína.

Ég er bú­inn að vera berj­ast við sjálf­an mig í sex ár um að leysa frá skjóðunni og ég er virki­lega ánægður og stolt­ur af sjálf­um mér að hafa látið verða af þessu. Ég hef alltaf skamm­ast mín fyr­ir það hver ég er.

Ég lifði í blekk­ingu og taldi að ég gæti aldrei gert það sem ég elska, sem er að spila fót­bolta, og vera op­in­ber­lega sam­kyn­hneigður á sama tíma. Það var einhvern veginn aldrei inn í mynd­inni að þetta tvennt færi sam­an,“ sagði Ca­vallo meðal ann­ars í yf­ir­lýs­ingu sinni.

mbl.is