Iggy Azalea hefur sagt skilið við tónlistina

Áhrifavaldar | 27. mars 2024

Iggy Azalea hefur sagt skilið við tónlistina

Ástralska tónlistarkonan Iggy Azalea, sem gerði garðinn frægan árið 2014 með laginu Fancy, hefur sagt skilið við tónlistina, að minnsta kosti í bili.

Iggy Azalea hefur sagt skilið við tónlistina

Áhrifavaldar | 27. mars 2024

Iggy Azalea er þekkt fyrir að flagga líkama sínum.
Iggy Azalea er þekkt fyrir að flagga líkama sínum. Skjáskot/Instagram

Ástralska tónlistarkonan Iggy Azalea, sem gerði garðinn frægan árið 2014 með laginu Fancy, hefur sagt skilið við tónlistina, að minnsta kosti í bili.

Ástralska tónlistarkonan Iggy Azalea, sem gerði garðinn frægan árið 2014 með laginu Fancy, hefur sagt skilið við tónlistina, að minnsta kosti í bili.

Azalea stofnaði OnlyFans-reikning fyrir örfáum mánuðum, en þar deilir hún djörfum ljósmyndum og tekur einnig við beiðnum frá áskrifendum sínum. Er þetta aðal tekjulind tónlistarkonunnar um þessar mundir, en hún rukkar 25 bandaríkjadali eða tæpar 4.000 krónur íslenskar fyrir eins mánaðar áskrift. Áskrifendur þurfa að borga aukagjald fyrir grófara efni.

Frægðarstjarna Azalea hefur ekki risið hátt síðustu misseri en tónlistarkonan var mjög vinsæl eftir útgáfu lagsins Fancy. Lagið náði meðal annars toppsæti Billboard Hot 100-listans.

Tónlistarkonan greindi frá því í ársbyrjun að hún hygðist ekki ætla að ljúka við nýjustu plötu sína og sagði að hún væri komin í ótímabundið leyfi frá tónlist. Azalea útskýrði ákvörðunina í opnu bréfi á samfélagsmiðlinum X, en færslunni hefur verið eytt.  

Stjörnurnar eru á OnlyFans

Áskriftarsíðan OnlyFans hefur verið starfandi frá árinu 2016 og hafa vinsældir hennar farið sívaxandi. Áskriftarsíðan er orðin helsta þekjulind margra og þar á meðal þekktra einstaklinga úr skemmtanaiðnaðinum.

Á meðal þeirra sem halda úti áskriftarsíðum á miðlinum eru Denise Richards, Cardi B, Carmen Electra, DJ Khaled og Chris Brown.

Tæplega 190 milljónir skráðir notendur eru á OnlyFans.

mbl.is