Laufey og Daði Freyr á Lollapalooza

Poppkúltúr | 26. mars 2024

Laufey og Daði Freyr á Lollapalooza

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir verður eitt af stóru nöfnunum á tónlistarhátíðinni Lollapalooza sem fram fer í Grant Park í Chicago fyrstu helgina í ágúst. Verður þetta í fyrsta skipti sem Laufey spilar á þessari frægu hátíð, en hún stígur á svið ásamt Fílharmóníusveit Chicago. 

Laufey og Daði Freyr á Lollapalooza

Poppkúltúr | 26. mars 2024

Skærustu stjörnur Íslands!
Skærustu stjörnur Íslands! Samsett mynd

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir verður eitt af stóru nöfnunum á tónlistarhátíðinni Lollapalooza sem fram fer í Grant Park í Chicago fyrstu helgina í ágúst. Verður þetta í fyrsta skipti sem Laufey spilar á þessari frægu hátíð, en hún stígur á svið ásamt Fílharmóníusveit Chicago. 

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir verður eitt af stóru nöfnunum á tónlistarhátíðinni Lollapalooza sem fram fer í Grant Park í Chicago fyrstu helgina í ágúst. Verður þetta í fyrsta skipti sem Laufey spilar á þessari frægu hátíð, en hún stígur á svið ásamt Fílharmóníusveit Chicago. 

Laufey greindi frá gleðitíðindunum á Instagram á dögunum.

„Lollapalooza ásamt Fílharmóníusveit Chicago. Ég get ekki beðið,“ skrifaði tónlistarkonan við færsluna. 

View this post on Instagram

A post shared by laufey (@laufey)

Ekki eini Íslendingurinn

Laufey verður ekki eini Íslendingurinn sem mætir á svið Lollapalooza en Eurovision-farinn Daði Freyr Pétursson mun einnig gleðja hátíðargesti með nærveru sinni. Tónlistarmaðurinn greindi einnig frá tíðindunum á Instagram-síðu sinni.

„Óraunverulegt! Ég get ekki beðið eftir að spila á Lollapalooza. Það er ótrúlegt að sjá nafnið mitt þarna ásamt öllum þessum mögnuðu listamönnum,“ skrifaði Daði Freyr á Instagram.

Laufey og Daði Freyr verða í flottum félagsskap en SZA, Blink-182, The Killers, Hozier og Kesha eru meðal þeirra sem koma fram á tónlistarhátíðinni í ár.



mbl.is