Rifjaði upp erfiða tíma á tökusetti

Poppkúltúr | 29. febrúar 2024

Rifjaði upp erfiða tíma á tökusetti

Sænska leikkonan Rebecca Ferguson greindi frá því í viðtali í vikunni að hún hafi ekki alltaf upplifað ánægjulega tíma á tökusetti. Ferguson var gestur í hlaðvarpsþætti Josh Smith, Reign with Josh Smith, þar sem hún rifjaði upp tíma þegar hún þurfti að eiga við „algeran fávita“ sem var mótleikari hennar í kvikmyndaverkefni. 

Rifjaði upp erfiða tíma á tökusetti

Poppkúltúr | 29. febrúar 2024

Rebecca Ferguson opnaði sig um erfiðan mótleikara.
Rebecca Ferguson opnaði sig um erfiðan mótleikara. AFP

Sænska leikkonan Rebecca Ferguson greindi frá því í viðtali í vikunni að hún hafi ekki alltaf upplifað ánægjulega tíma á tökusetti. Ferguson var gestur í hlaðvarpsþætti Josh Smith, Reign with Josh Smith, þar sem hún rifjaði upp tíma þegar hún þurfti að eiga við „algeran fávita“ sem var mótleikari hennar í kvikmyndaverkefni. 

Sænska leikkonan Rebecca Ferguson greindi frá því í viðtali í vikunni að hún hafi ekki alltaf upplifað ánægjulega tíma á tökusetti. Ferguson var gestur í hlaðvarpsþætti Josh Smith, Reign with Josh Smith, þar sem hún rifjaði upp tíma þegar hún þurfti að eiga við „algeran fávita“ sem var mótleikari hennar í kvikmyndaverkefni. 

Ferguson hefur leikið í stórmyndum á við The Greatest Showman, Florence Foster Jenkins, The Snowman, The Girl on the Train, Dune og Mission Impossible. 

Upplifði einelti á tökustað

„Ég man vel eftir tímum þar sem þessi einstaklingur var svo reiður og óöruggur að hann átti bágt með að koma fyrir sig orði. Hann kom í veg fyrir að við gátum leikið atriði,“ sagði Ferguson sem gaf þó ekki upp nafn leikarans né kvikmyndaverkefnið. 

Leikkonan greindi frá því að hafa upplifað einelti á tökusetti. „Hann kom með niðurlægjandi athugasemdir og nýtti hvert tækifæri til að upphefja sjálfan sig.

Ég var gott skotmark, algjörlega berskjölduð og viðkvæm. Þess vegna kaus hann að öskra á mig. Hann var efstur á blaði og verndaður en enginn á setti kom mér til varnar. Ég gekk ítrekað í burtu, dofin og grátandi,“ sagði Ferguson. 

Hún kaus þrátt fyrir allt að ræða við viðkomandi. „Ég gekk upp að honum, horfði í augu hans og sagði: „Þú getur farið til fjandans. Ég vil aldrei sjá þig aftur.“ Ferguson sagði þetta vendipunkt í eigin ferli þar sem hún hefur staðið með sjálfri sér alla daga síðan. 

mbl.is