Embla hitti Stranger Things-stjörnu í Lundúnum

Áhrifavaldar | 7. mars 2024

Embla hitti Stranger Things-stjörnu í Lundúnum

Samfélagsmiðlastjarnan og förðunarfræðingurinn Embla Wigum kom mörgum á óvart þegar hún birti mynd af sér með Stranger Things-stjörnunni Millie Bobby Brown á Instagram. 

Embla hitti Stranger Things-stjörnu í Lundúnum

Áhrifavaldar | 7. mars 2024

Embla Wigum stillti sér upp með leikkonunni Millie Bobby Brown!
Embla Wigum stillti sér upp með leikkonunni Millie Bobby Brown! Samsett mynd

Samfélagsmiðlastjarnan og förðunarfræðingurinn Embla Wigum kom mörgum á óvart þegar hún birti mynd af sér með Stranger Things-stjörnunni Millie Bobby Brown á Instagram. 

Samfélagsmiðlastjarnan og förðunarfræðingurinn Embla Wigum kom mörgum á óvart þegar hún birti mynd af sér með Stranger Things-stjörnunni Millie Bobby Brown á Instagram. 

Í vikunni mætti Embla á forsýningu kvikmyndarinnar Damsel sem væntanleg er á streymisveituna Netflix á morgun, föstudag, en þar hitti hún Brown sem fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni ásamt Ray Winstone, Brooke Carter, Robin Wright og Angela Bassett.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Brown notið mikilla vinsælda, en hún skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún fór með hlutverk Eleven í Netflix-þáttunum Stranger Things. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og hlaut tvær Emmy-tilnefningar fyrir hlutverkið, þá fyrstu árið 2017 þegar hún var aðeins 13 ára gömul.

Fær spennandi tækifæri í Lundúnum

Embla er búsett í Lundúnum þar sem hún starfar við efnissköpun fyrir samfélagsmiðla, en hún er með yfir 3,8 milljónir fylgjenda þvert á miðla hennar. Hún flutti til Lundúna í árslok og hefur síðan þá fengið tækifæri til að mæta á fjölda spennandi viðburða.

mbl.is