Rekin eftir að upp komst um OnlyFans-reikning

Poppkúltúr | 15. febrúar 2024

Rekin eftir að upp komst um OnlyFans-reikning

Nkechi Diallo, sem áður var þekkt undir nafninu Rachel Dolezal, hefur verið sagt upp störfum eftir að upp komst um OnlyFans-reikning hennar. Diallo hafði starfað sem kennari við grunnskóla í Tucson í Arizona frá ágúst 2023 en var sagt upp um leið og stjórnendur grunnskólans komust að hliðarstarfi hennar. 

Rekin eftir að upp komst um OnlyFans-reikning

Poppkúltúr | 15. febrúar 2024

Dolezal er dugleg að vekja á sér athygli.
Dolezal er dugleg að vekja á sér athygli. Samsett mynd

Nkechi Diallo, sem áður var þekkt undir nafninu Rachel Dolezal, hefur verið sagt upp störfum eftir að upp komst um OnlyFans-reikning hennar. Diallo hafði starfað sem kennari við grunnskóla í Tucson í Arizona frá ágúst 2023 en var sagt upp um leið og stjórnendur grunnskólans komust að hliðarstarfi hennar. 

Nkechi Diallo, sem áður var þekkt undir nafninu Rachel Dolezal, hefur verið sagt upp störfum eftir að upp komst um OnlyFans-reikning hennar. Diallo hafði starfað sem kennari við grunnskóla í Tucson í Arizona frá ágúst 2023 en var sagt upp um leið og stjórnendur grunnskólans komust að hliðarstarfi hennar. 

Margir muna án efa eftir Diallo þegar hún gekk undir nafninu Rachel Dolezal. Hún var á allra vörum árið 2015 þegar upp komst um lygavef Dolezal, en þá starfaði hún sem kennari við Eastern Washington-háskóla í Spokane og sinnti einnig formennsku fyrir mannréttindasamtök svartra (e. NAACP) í borginni.

Dolezal kenndi afrísk fræði og afríska menningu og kom margsinnis fram í fjölmiðlum til að ræða misrétti gagnvart svörtum, en allan þann tíma hafði hún einungis þóst vera svört. Henni var sagt upp kennarastarfi sínu og formennsku fyrir samtökin þegar í ljós kom að hún væri af hvítu fólki kom­in.

Nú er Dolezal, sem tók upp nafnið Diallo árið 2016, aftur komin í sviðsljósið og í þetta sinn vegna sölu á erótísku efni á OnlyFans. Hún stofnaði reikning á síðunni árið 2021 og hefur deilt yfir 600 færslum, sem innihalda bæði nektarmyndir og myndskeið, með fylgjendum sínum.

mbl.is