Breytti trúlofunarhringnum í tvo skilnaðarhringa

Poppkúltúr | 22. mars 2024

Breytti trúlofunarhringnum í tvo skilnaðarhringa

Fyrirsætan Emily Ratajkowski setti upp hringa, svokallaða skilnaðarhringa, á dögunum og segir þá tákna lífsferð sína og breytingar. Ratajkowski skildi við eiginmann sinn, Sebastian Bear-McClard, fyrir tveimur árum síðan, en parið gekk í hjónaband eftir aðeins nokkurra vikna kynni árið 2018.

Breytti trúlofunarhringnum í tvo skilnaðarhringa

Poppkúltúr | 22. mars 2024

Samsett mynd

Fyrirsætan Emily Ratajkowski setti upp hringa, svokallaða skilnaðarhringa, á dögunum og segir þá tákna lífsferð sína og breytingar. Ratajkowski skildi við eiginmann sinn, Sebastian Bear-McClard, fyrir tveimur árum síðan, en parið gekk í hjónaband eftir aðeins nokkurra vikna kynni árið 2018.

Fyrirsætan Emily Ratajkowski setti upp hringa, svokallaða skilnaðarhringa, á dögunum og segir þá tákna lífsferð sína og breytingar. Ratajkowski skildi við eiginmann sinn, Sebastian Bear-McClard, fyrir tveimur árum síðan, en parið gekk í hjónaband eftir aðeins nokkurra vikna kynni árið 2018.

Ratajkowski deildi færslu á Instagram-síðu sinni á þriðjudag. Myndaserían sýnir fyrirsætuna með tvo glæsilega demantshringa, einn á baugfingri og hinn á litlafingri. Hringarnir voru gerðir úr trúlofunarhring Ratajkowski.

Fyrirsætan fékk skartgripahönnuðinn Alison Chemla til þess að breyta trúlofunarhringnum, sem Bear-McClard gaf henni á sínum tíma, í tvo ólíka skilnaðarhringa.

Ítrekað framhjáhald Bear-McClard var sögð meginástæða skilnaðarins.

View this post on Instagram

A post shared by Emily Ratajkowski (@emrata)

mbl.is