Natalie Portman formlega skilin

Stjörnur skilja | 8. mars 2024

Natalie Portman formlega skilin

Leikkonan Natalie Portman og ballettdansarinn Benjamin Millepied eru formlega skilin eftir að dómari í Frakklandi samþykkti skilnað þeirra nýverið. Portman og Millepied eru bæði búsett í Frakklandi, en þau kjósa að ala upp börn sín utan Bandaríkjanna. Tímaritið People greinir frá.

Natalie Portman formlega skilin

Stjörnur skilja | 8. mars 2024

Portman sótti um lögskilnað frá Millepied síðla síðasta sumar.
Portman sótti um lögskilnað frá Millepied síðla síðasta sumar. AFP

Leikkonan Natalie Portman og ballettdansarinn Benjamin Millepied eru formlega skilin eftir að dómari í Frakklandi samþykkti skilnað þeirra nýverið. Portman og Millepied eru bæði búsett í Frakklandi, en þau kjósa að ala upp börn sín utan Bandaríkjanna. Tímaritið People greinir frá.

Leikkonan Natalie Portman og ballettdansarinn Benjamin Millepied eru formlega skilin eftir að dómari í Frakklandi samþykkti skilnað þeirra nýverið. Portman og Millepied eru bæði búsett í Frakklandi, en þau kjósa að ala upp börn sín utan Bandaríkjanna. Tímaritið People greinir frá.

Greint var frá skilnaði hjónanna síðla síðasta sumar, en Portman sótti um lögskilnað stuttu eftir að fregnir af framhjáhaldi Millepied breiddust út eins og eldur í sinu.

Ballettdansarinn var ljósmyndaður ásamt Camille Étinne, 25 ára gömlum umhverfissinna, fyrir utan íbúð hennar í París. Var hann sagður hafa átt í ástar­sam­bandi við Étinne, sem er 21 ári yngri en Millepied, í þó nokk­urn tíma.

Portman og Millepied kynntust við gerð kvikmyndarinnar Black Swan árið 2009. Portman hreppti Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni og var kasólétt af fyrsta barni parsins þegar hún tók við verðlaununum.

Fyrrverandi hjónin sömdu um sam­eig­in­lega for­sjá yfir börnum sínum, Aleph og Amaliu. 

Natalie Portman og Benjamin Millepied þegar allt lék í lyndi.
Natalie Portman og Benjamin Millepied þegar allt lék í lyndi. Getty Images
mbl.is