Búið spil hjá Pippen og Jordan

Poppkúltúr | 12. febrúar 2024

Búið spil hjá Pippen og Jordan

Raunveruleikastjarnan Larsa Pippen og Marcus Jordan, sonur körfuboltagoðsagnarinnar Michael Jordan, eru sögð skilin að skiptum eftir rúmlega eins árs samband. Jordan, 32 ára, og Pippen, 48 ára, byrjuðu að slá sér upp í desember 2022. 

Búið spil hjá Pippen og Jordan

Poppkúltúr | 12. febrúar 2024

Ástin er svo undarleg!
Ástin er svo undarleg! Samsett mynd

Raunveruleikastjarnan Larsa Pippen og Marcus Jordan, sonur körfuboltagoðsagnarinnar Michael Jordan, eru sögð skilin að skiptum eftir rúmlega eins árs samband. Jordan, 32 ára, og Pippen, 48 ára, byrjuðu að slá sér upp í desember 2022. 

Raunveruleikastjarnan Larsa Pippen og Marcus Jordan, sonur körfuboltagoðsagnarinnar Michael Jordan, eru sögð skilin að skiptum eftir rúmlega eins árs samband. Jordan, 32 ára, og Pippen, 48 ára, byrjuðu að slá sér upp í desember 2022. 

Pippen, sem þekktust er fyrir þátttöku sína í raunveruleikaþættinum The Real Housewives of Miami, ýtti undir sögusagnir um að parið væri hætt saman síðustu helgi. Hún hætti meðal annars að fylgja Jordan á samfélagsmiðlum og fjarlægði einnig allar myndir af honum, en Pippen hafði verið mjög iðin við að skrásetja ást parsins á Instagram.

Hún birti einnig skoðanakönnun á Instagram Story og spurði: „Eiga vinir þínir að hætta að fylgja fyrrverandi maka þínum?“

Pippen deildi þessu með fylgjendum sínum á Instagram.
Pippen deildi þessu með fylgjendum sínum á Instagram. Skjáskot/Instagram

Faðir Jordan, einn þekktasti körfuboltamaður sögunnar og fyrrverandi leikmaður Chicago Bulls, hafði verið allt annað en sáttur með samband sonar síns og raunveruleikastjörnunnar, en 16 ára aldursmunur er á þeim. Pippen er einnig fyrrverandi eiginkona Scottie Pippen, fyrrverandi liðsfélaga Jordan og vinar. 

mbl.is