Hélt að hjónabandið myndi vara að eilífu en ekki 3 mánuði

Stjörnur skilja | 17. apríl 2024

Hélt að hjónabandið myndi vara að eilífu en ekki 3 mánuði

Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Golden Bachelor-hjónin Gerry Turner og Th­eresa Nist greindu frá því fyrir helgi að þau væru að skilja. Turner og Nist voru aðeins búin að vera gift í þrjá mánuði. 

Hélt að hjónabandið myndi vara að eilífu en ekki 3 mánuði

Stjörnur skilja | 17. apríl 2024

Hjónabandinu er lokið.
Hjónabandinu er lokið. Samsett mynd

Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Golden Bachelor-hjónin Gerry Turner og Th­eresa Nist greindu frá því fyrir helgi að þau væru að skilja. Turner og Nist voru aðeins búin að vera gift í þrjá mánuði. 

Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Golden Bachelor-hjónin Gerry Turner og Th­eresa Nist greindu frá því fyrir helgi að þau væru að skilja. Turner og Nist voru aðeins búin að vera gift í þrjá mánuði. 

Nist sendi frá sér yfirlýsingu á mánudaginn. Þakkaði hún meðal annars fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið. 

„Þetta var ein ótrúlegasta lífsreynsla ævi minnar, eitthvað sem ég hafði aldrei gert ráð fyrir að upplifa á þessum tímapunkti í mínu líf og ég hélt í alvöru að þetta ætti eftir að endast að eilífu. Það kom í ljós að þú veist ekki allt, ekki einu sinni þegar þú ert 70 ára,“ skrifaði Nist á Instagram-síðu sína. 

Hún segir að það sé allt í lagi að hlutirnir fari ekki eins og áætlað er. Hún segist njóta þess jákvæða úr hjónabandinu og fólksins sem hún kynntist. Hún biður svo fólk um að vera opið fyrir nýjum tækifærum. 

Töluðu saman

Hjónin giftu sig í janúar en það var gerður sérstakur þáttur um brúðkaupið þeirra. 

„Við Theresa höfum talað alvarlega saman og höfum skoðað vel stöðu okkar, hvernig við búum og svo framvegis. Við komumst sameiginlega að þeirri niðurstöðu að það væri líklega kominn tími á að binda enda á hjónaband okkar,“ sagði Turner í viðtali við Good Morning America en þar greindu þau frá skilnaðinum. 

Hér fyrir neðan má sjá hjónin greina frá skilnaðinum. 

mbl.is