Gullpiparsveinninn fór á skeljarnar í beinni

Hver nældi í hjarta gullpiparsveinsins?
Hver nældi í hjarta gullpiparsveinsins? Samsett mynd

Lokaþátturinn af raunveruleikaþættinum The Golden Bachelor var sýndur á fimmtudag. Eftir margar seríur af The Bachelor/Bachelorette gafst áhorfendum loks tækifæri á að fylgjast með keppendum yfir fimmtugu leita að ástinni. Hinn 71 árs gamli Gerry Turner var valinn úr hópi umsækjenda og 22 konur, 50 ára og eldri, reyndu að vinna ástir hans. 

Á fimmtudag stóðu tvær konur eftir, Theresa Nist og Leslie Fhima, sem báðar höfðu heillað piparsveininn upp úr skónum síðustu vikurnar. Turner endaði á að biðja um hönd Nist og fór með ástarjátningu til hennar í dramatískum lokaþætti seríunnar. „Þú ert sú sem ég get ómögulega lifað án,“ sagði Turner rétt áður en hann fór niður á skeljarnar og bað hinnar sjötugu Nist ásamt því að afhenda henni lokarósina, sem var gyllt á litinn. Nýtrúlofaða parið mun giftast í beinni útsendingu í upphafi næsta árs. 

Gullpiparsveinninn giftist æskuástinni sinni, Toni Turner, árið 1974, og voru þau hamingjusamlega gift í 43 ár. Saman eignuðust þau tvær dætur, Angie og Jenny. Þær hvöttu föður sinn til að finna ástina í þættinum, en eiginkona hans lést árið 2017 eftir erfið veikindi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki aðra þurfa að velkjast í vafa um meiningar þínar. Bjóddu vinunum heim í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sigríður Dúa Goldsworthy
2
Patricia Gibney
4
Þóra Karítas Árnadóttir og Sahara Rós Blandon
5
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki aðra þurfa að velkjast í vafa um meiningar þínar. Bjóddu vinunum heim í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sigríður Dúa Goldsworthy
2
Patricia Gibney
4
Þóra Karítas Árnadóttir og Sahara Rós Blandon
5
Lucinda Riley