Trúlofaður ungu kærustunni í miðju skilnaðarferli

Stjörnur skilja | 10. apríl 2024

Trúlofaður ungu kærustunni í miðju skilnaðarferli

Milljarðamæringurinn John Paulson er sagður vera trúlofaður næringarráðgjafanum Alinu de Almeida þrátt fyrir að vera enn í bitru skilnaðarferli við fyrrverandi eiginkonu sína til 21 árs, Jenny Paulson. 

Trúlofaður ungu kærustunni í miðju skilnaðarferli

Stjörnur skilja | 10. apríl 2024

John Paulson og Alina de Almeida eru sögð vera trúlofuð.
John Paulson og Alina de Almeida eru sögð vera trúlofuð. Samsett mynd

Milljarðamæringurinn John Paulson er sagður vera trúlofaður næringarráðgjafanum Alinu de Almeida þrátt fyrir að vera enn í bitru skilnaðarferli við fyrrverandi eiginkonu sína til 21 árs, Jenny Paulson. 

Milljarðamæringurinn John Paulson er sagður vera trúlofaður næringarráðgjafanum Alinu de Almeida þrátt fyrir að vera enn í bitru skilnaðarferli við fyrrverandi eiginkonu sína til 21 árs, Jenny Paulson. 

Í september 2021 var greint frá því að Paulson hefði sótt um skilnað frá fyrrverandi eiginkonu sinni og væri þegar kominn með nýja kærustu. Þá er fyrrverandi eiginkona hans sögð hafa frétt af því að Paulson hefði sótt um skilnað frá henni í fjölmiðlum.

Harðar deilur um auðævi fyrrverandi hjónanna

Fyrrverandi hjónin eiga tvær dætur saman og gerðu ekki kaupmála fyrir brúðkaup sitt, en Paulson hagnaðist mikið á árunum fyrir hrun og eru auðævi hans metin á 4,7 milljarða bandaríkjadala. Eins og búist var við hafa deilurnar um auðævi fyrrverandi hjónanna því verið harðar. 

Þrátt fyrir erfitt skilnaðarferli virðist ástin blómstra hjá Paulson og Almeida, en þó nokkur aldursmunur er á parinu. Paulson er 68 ára gamall á meðan Almeida er 35 ára og því 32 ár sem skilja þau að í aldri. 

„John og Alina hafa verið saman í tvö og hálft ár. Þau eru mjög hamingjusöm saman og hafa trúlofað sig,“ sagði heimildamaður Page Six

mbl.is