Molly-Mae Hague rýfur loksins þögnina

Áhrifavaldar | 12. desember 2023

Molly-Mae Hague rýfur loksins þögnina

Rúmar tvær vikur eru liðnar frá því að myndband af Love Island-stjörnunni Tommy Fury birtist á TikTok þar sem hann sást djamma með dökkhærðri huldukonu á meðan unnusta hans, Molly-Mae Hague, var með dóttur þeirra í Manchester án trúlofunarhringsins. 

Molly-Mae Hague rýfur loksins þögnina

Áhrifavaldar | 12. desember 2023

Molly-Mae Hague og Tommy Fury ásamt dóttur sinni, Bambi.
Molly-Mae Hague og Tommy Fury ásamt dóttur sinni, Bambi. Skjáskot/Instagram

Rúmar tvær vikur eru liðnar frá því að myndband af Love Island-stjörnunni Tommy Fury birtist á TikTok þar sem hann sást djamma með dökkhærðri huldukonu á meðan unnusta hans, Molly-Mae Hague, var með dóttur þeirra í Manchester án trúlofunarhringsins. 

Rúmar tvær vikur eru liðnar frá því að myndband af Love Island-stjörnunni Tommy Fury birtist á TikTok þar sem hann sást djamma með dökkhærðri huldukonu á meðan unnusta hans, Molly-Mae Hague, var með dóttur þeirra í Manchester án trúlofunarhringsins. 

Myndbandið vakti mikla athygli meðal fólks á samfélagsmiðlum, en síðan þá hefur Hague sést nokkrum sinnum án trúlofunarhringsins og hafa því margar spurningar vaknað á meðal aðdáenda parsins.

Miður sín yfir myndbandinu

Samkvæmt heimildum Daily Mail er Hague sögð hafa verið miður sín yfir myndbandinu og hegðun Fury.

Nú hefur Hague hins vegar rofið þögnina í fyrsta sinn, en hún birti myndband á Youtube-rás sinni þar sem hún viðurkenndi að síðustu vikur hafi reynst erfiðar og að hún væri ekki á góðum stað, hvorki andlega né tilfinningalega, til þess að taka upp myndbönd.

„Krakkar, ég veit hreinlega ekki hvað ég á að segja við ykkur hérna núna. Ég veit hversu illa ég lít út. Treystið mér, miðað við hversu illa ég lít út þá líður mér 20 sinnum verr,“ sagði hún með tárin í augunum og sagðist vonast til að vera á betri stað bæði andlega, líkamlega og tilfinningalega svo hún geti byrjað að taka upp almennilegt efni fyrir aðdáendur sína á Youtube.  

mbl.is