Hætti með kærustunni í símtali á Valentínusardaginn

Ást | 15. febrúar 2024

Hætti með kærustunni í símtali á Valentínusardaginn

Hot Ones-þáttastjórnandinn Sean Evans er sagður hafa hætt með kærustu sinni, klámstjörnunni Melissu Stratton, á sjálfan Valentínusardaginn. 

Hætti með kærustunni í símtali á Valentínusardaginn

Ást | 15. febrúar 2024

Sean Evans og Melissa Stratton eru sögð vera hætt saman.
Sean Evans og Melissa Stratton eru sögð vera hætt saman. Samsett mynd

Hot Ones-þáttastjórnandinn Sean Evans er sagður hafa hætt með kærustu sinni, klámstjörnunni Melissu Stratton, á sjálfan Valentínusardaginn. 

Hot Ones-þáttastjórnandinn Sean Evans er sagður hafa hætt með kærustu sinni, klámstjörnunni Melissu Stratton, á sjálfan Valentínusardaginn. 

Evans hefur vakið mikla lukku fyrir spjallþættina Hot Ones þar sem hann fær Hollywood-stjörnur til að svara spurningum á meðan þær borða kjúklingavængi með sterkum sósum sem verða sterkari með hverjum vængnum. 

Segir fjölmiðlaathygli hafa valdið sambandsslitunum

Evans er sagður hafa hætt með Stratton aðeins nokkrum klukkustundum eftir að samband þeirra var opinberað. Samkvæmt heimildum TMZ hringdi Evans í Stratton á Valentínusardaginn til að binda enda á samband þeirra, en hann sagði henni að fjölmiðlaathygli vegna sambandsins væri valdur sambandsslitanna.

Þá herma heimildir miðilsins að Evans hafi viljað halda ástarlífi sínu fjarri sviðsljósinu, en sambandið varð opinbert eftir að Stratton birti myndir af þeim saman á Ofurskálinni. 

Sambandsslitin eru sögð hafa komið Stratton í opna skjöldu þar sem Evans var meðvitaður um lífsviðurværi hennar áður en þau hófu sambandið. Þau eru sögð hafa byrjað að tala saman í október 2023 og hittust í fyrsta skipti í lok ársins. Síðan hafa þau varið miklum tíma saman og ferðast víðs vegar um Bandaríkin, þar á meðal til Chicago, Los Angeles og Las Vegas.

mbl.is