Giftu sig hjá sýslumanni og tóku brúðkaupsmyndir í Melabúðinni

Brúðkaup | 24. janúar 2024

Giftu sig hjá sýslumanni og tóku brúðkaupsmyndir í Melabúðinni

Klara Rún Ragnarsdóttir verkefnastjóri hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs gekk að eiga sinn heittelskaða, Birgi Má Arnórsson, verkefnastjóra hjá Íslenskum aðalverktökum hf. hinn 5. janúar síðastliðinn. Hjónin hafa vakið mikla athygli fyrir frumlegar brúðkaupsmyndir en hinar svokölluðu „hefðbundnu brúðkaupsmyndir“ komu ekki til greina.

Giftu sig hjá sýslumanni og tóku brúðkaupsmyndir í Melabúðinni

Brúðkaup | 24. janúar 2024

Klara Rún Ragnarsdóttir og Birgir Már Arnórsson voru stórglæsileg innan …
Klara Rún Ragnarsdóttir og Birgir Már Arnórsson voru stórglæsileg innan um matvörur Melabúðarinnar. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Klara Rún Ragnarsdóttir verkefnastjóri hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs gekk að eiga sinn heittelskaða, Birgi Má Arnórsson, verkefnastjóra hjá Íslenskum aðalverktökum hf. hinn 5. janúar síðastliðinn. Hjónin hafa vakið mikla athygli fyrir frumlegar brúðkaupsmyndir en hinar svokölluðu „hefðbundnu brúðkaupsmyndir“ komu ekki til greina.

Klara Rún Ragnarsdóttir verkefnastjóri hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs gekk að eiga sinn heittelskaða, Birgi Má Arnórsson, verkefnastjóra hjá Íslenskum aðalverktökum hf. hinn 5. janúar síðastliðinn. Hjónin hafa vakið mikla athygli fyrir frumlegar brúðkaupsmyndir en hinar svokölluðu „hefðbundnu brúðkaupsmyndir“ komu ekki til greina.

Klara Rún og Birgir Már giftu sig hjá sýslumanni en héldu svo beint í Melabúðina ásamt Aldísi Pálsdóttur ljósmyndara. Sú tók stórskemmtilegar ljósmyndir af nýbökuðu hjónunum innan um ýmiss konar mat- og hreinlætisvörur sem til sölu eru í versluninni.

Hvernig kom þessi hugmynd upp að taka brúðkaupsmyndir í Melabúðinni?

„Ég var búin að liggja yfir Pinterest til að reyna að finna skemmtilegar og óhefðbundnar brúðkaupsmyndir og sá þá eina sem var tekin í matvörubúð. Við Aldís ljósmyndari vorum svo alveg sammála um að Melabúðin myndi fanga þá stemningu sem við vorum að leita að. Melabúðin er líka algjör gimsteinn á höfuðborgarsvæðinu, starfsfólkið og stemningin þar er einstök,“ segir Klara Rún. 

Hjónin eru mikið smekkfólk.
Hjónin eru mikið smekkfólk. Aldís Pálsdóttir

Melabúðin birti myndir af brúðhjónunum á Facebook-síðu sinni í dag og hefur færslan hlotið mikið lof enda frábær hugmynd og dásamleg minning. 

„Klara Rún Ragnarsdóttir og Birgir Már Arnórsson gengu í hnapphelduna um daginn og óskuðu eftir að myndir væru m.a. teknar af þeim í Melabúðinni, „svona öðruvísi hjónamyndir“.

Innilegar hamingjuóskir með brúðkaupið kæru fallegu hjón. Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með og gefa leyfi fyrir birtingu myndanna,“ stóð í færslu Melabúðarinnar. 

mbl.is