Er neistinn kviknaður á ný?

Áhrifavaldar | 23. janúar 2024

Er neistinn kviknaður á ný?

Orðrómur um að Youtube-stjarnan Olivia Jade Giannulli og leikarinn Jacob Elordi séu aftur byrjuð saman fór á flug síðastliðna helgi eftir að þau sáust saman í eftirpartíi Satuday Night Live (SNL).

Er neistinn kviknaður á ný?

Áhrifavaldar | 23. janúar 2024

Eru Olivia Jade Giannulli og Jacob Elordi aftur byrjuð saman?
Eru Olivia Jade Giannulli og Jacob Elordi aftur byrjuð saman? Samsett mynd

Orðrómur um að Youtube-stjarnan Olivia Jade Giannulli og leikarinn Jacob Elordi séu aftur byrjuð saman fór á flug síðastliðna helgi eftir að þau sáust saman í eftirpartíi Satuday Night Live (SNL).

Orðrómur um að Youtube-stjarnan Olivia Jade Giannulli og leikarinn Jacob Elordi séu aftur byrjuð saman fór á flug síðastliðna helgi eftir að þau sáust saman í eftirpartíi Satuday Night Live (SNL).

Giannulli og Elordi byrjuðu að stinga saman nefjum í desember 2021, aðeins mánuði eftir að leikarinn hætti með fyrirsætunni Kaiu Gerber eftir rúmlega eins árs samband. Parið hélt sambandi sínu fjarri fjölmiðlum, en í ágúst 2022 var greint frá því að þau væru hætt saman. 

Heimsótti Elordi á æfingu í vikunni

Heimildarmenn Page Six segja Giannulli og Elordi hafa litið út fyrir að vera saman í partíinu. Þá greindi TMZ einnig frá því fyrr í vikunni að Giannulli hafi heimsótt Elordi á æfingu fyrir SNL-sýninguna í New York-borg.

Gi­anulli hef­ur notið mik­illa vin­sælda á Youtu­be og In­sta­gram, en hún er dótt­ir hönnuðar­ins Mossimo Gi­annulli og leik­kon­unn­ar Lori Loug­hlin. For­eldr­ar henn­ar sátu inni á síðasta og þar síðasta ári fyr­ir að greiða veg dætra sinna að betri há­skóla.

Elordi er líklega hve þekktastur fyrir leik sinn í þáttaröðum Euphoria og kvikmyndunum The Kissing Booth og Saltburn, en hann þykir með heitustu leikurum Hollywood um þessar mundir. 

mbl.is