Sunneva og Patrekur ráðherrar í nýju ráðuneyti

Poppkúltúr | 4. mars 2024

Sunneva og Patrekur ráðherrar í nýju ráðuneyti

Nýjasta ráðuneyti þjóðarinnar, Vandamálaráðuneytið, skorar á landsmenn sem og áhrifavalda landsins til að skapa efni á íslensku fyrir samfélagsmiðla. Sitjandi ráðherrar Vandamálaráðuneytisins, Sunneva Eir Einarsdóttir og Patrekur Jaime, eru í aðalhlutverki í nýju kynningarmyndbandi þar sem þau ræða meðal annars um mikilvægi þess að vernda íslenskuna. 

Sunneva og Patrekur ráðherrar í nýju ráðuneyti

Poppkúltúr | 4. mars 2024

Nýjasta ráðuneyti þjóðarinnar, Vandamálaráðuneytið, skorar á landsmenn sem og áhrifavalda landsins til að skapa efni á íslensku fyrir samfélagsmiðla. Sitjandi ráðherrar Vandamálaráðuneytisins, Sunneva Eir Einarsdóttir og Patrekur Jaime, eru í aðalhlutverki í nýju kynningarmyndbandi þar sem þau ræða meðal annars um mikilvægi þess að vernda íslenskuna. 

Nýjasta ráðuneyti þjóðarinnar, Vandamálaráðuneytið, skorar á landsmenn sem og áhrifavalda landsins til að skapa efni á íslensku fyrir samfélagsmiðla. Sitjandi ráðherrar Vandamálaráðuneytisins, Sunneva Eir Einarsdóttir og Patrekur Jaime, eru í aðalhlutverki í nýju kynningarmyndbandi þar sem þau ræða meðal annars um mikilvægi þess að vernda íslenskuna. 

Því hefur lengi verið haldið fram að íslenskukunnátta barna og unglinga fari hrakandi, enda ekki næg íslenska í umhverfi þeirra. Vandamálaráðuneytið ætlar að leysa þetta vandamál með skapandi leik og er til mikils að vinna.

Íslenskukunnátta er lykillinn að farsæld!
Íslenskukunnátta er lykillinn að farsæld! Samsett mynd

Sunneva Eir og Patrekur Jaime fara á kostum í þessu stórskemmtilega kynningarmyndbandi þar sem þau minna unga fólkið á mikilvægi íslenskunnar.

„Viltu búa til stuttmynd, semja söngtexta eða gera förðunarkennslumyndband? Þú gætir líka búið til nýyrði, samið sögu eða búið til orðalistaverk. Þú mátt meira að segja kenna hamstrinum þínum að fara með ljóð. Hvað sem er – svo lengi sem það er á íslensku,” segir á vefsíðu ráðuneytisins.

Skilafrestur er til og með 26. mars.

mbl.is