Ástin blómstrar eftir Love Island

Áhrifavaldar | 16. nóvember 2023

Ástin blómstrar eftir Love Island

Ástin virðist blómstra hjá Love Island-stjörnunum Lucindu Strafford og Zac Nunns, en þau eru stödd í Lundúnum um þessar mundir og virðast yfir sig hrifin hvort af öðru.

Ástin blómstrar eftir Love Island

Áhrifavaldar | 16. nóvember 2023

Ástin virðist blómstra hjá Lucindu Strafford og Zac Nunns.
Ástin virðist blómstra hjá Lucindu Strafford og Zac Nunns. Samsett mynd

Ástin virðist blómstra hjá Love Island-stjörnunum Lucindu Strafford og Zac Nunns, en þau eru stödd í Lundúnum um þessar mundir og virðast yfir sig hrifin hvort af öðru.

Ástin virðist blómstra hjá Love Island-stjörnunum Lucindu Strafford og Zac Nunns, en þau eru stödd í Lundúnum um þessar mundir og virðast yfir sig hrifin hvort af öðru.

Strafford tók fyrst þátt í bresku stefnumótaþáttunum árið 2021, en hún kynntist Nunns við tökur á áströlsku útgáfunni af Love Island í sumar. Það er ekki óalgengt að neistinn slokkni þegar pör snúa aftur heim eftir dvöl á ástareyjunni, en það virðist þó ekki hafa gerst hjá Strafford og Nunns.

Þrátt fyrir að vera búsett í sitthvorri heimsálfunni, Strafford í Englandi og Nunns í Nýja Sjálandi, láta þau það ekki stoppa sig. Samkvæmt heimildarmanni Daily Mail er Strafford staðráðin í að láta fjarsamband þeirra ganga upp. 

View this post on Instagram

A post shared by Lucinda (@lucindastrafford)

mbl.is